Auðlindir á 30 milljónir? Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar 15. september 2009 06:00 Orkufyrirtæki í almannaeigu hafa verið ein af grunnstoðum framfara og hagsældar á Íslandi og lagt grunninn að lágu orkuverði til hagsbóta fyrir almenning og atvinnuvegi. Í borgarstjórn í dag verður lagður fram samningur um sölu á tæplega 32% hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku til skúffufélagsins Magma Energy Sweden. Mikið tap OR er fyrirsjáanlegt á viðskiptunum. Einungis 30% söluvirðisins eru greidd út, afgangurinn á kúluláni til 7 ára sem ber 1,5% vexti, og einu tryggingar OR fyrir greiðslu eru veð í bréfum í HS Orku. Í desemberlok árið 2006 tók Sjálfstæðisflokkurinn við 30 milljóna styrk til flokksins frá FL Group. Rúmum tveim mánuðum síðar í mars árið 2007 var auglýst eftir kaupendum að hlut ríkisins í HS Orku. Þeir einkennilegu skilmálar voru á sölunni að aðeins einkaaðilum var heimilt að kaupa hlutinn og þar með sveitarfélög og fyrirtæki í þeirra eigu útilokuð. 30. apríl 2007 samþykkti fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Árni Mathiesen sölu til GGE, en GGE var einmitt í meirihlutaeigu FL Group sem örfáum mánuðum áður hafði styrkt Sjálfstæðisflokkinn svo rausnarlega. Ljóst er að störf rannsóknarnefndar um bankahrunið ná ekki yfir einkavæðingu í orkugeiranum. Þar er þó augljóslega rannsóknar þörf og ófært að málið sé þagað í hel. Sala ríkisins fór fram án þess að fyrir lægi löggjöf sem tryggði auðlindir í almannaeigu eða eignarhald opinberra aðila á einkaleyfisstarfseminni. Segja má að Samfylkingin hafi unnið varnarsigur eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn og fékk ný orku- og auðlindalög samþykkt sem taka á þessum þáttum, þó að nauðsynlegt sé að endurskoða löggjöfina í ljósi reynslunnar. Í sumar seldu sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ GGE 34% hlut bæjarfélagsins í HS Orku fyrir smánarverð. Nú í dag ætla svo sjálfstæðismenn í Reykjavík undir forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í bandalagi við Framsóknarflokkinn að selja hlut OR í HS Orku með miklu tapi og tryggja að fyrirtækið verði alfarið í eigu einkaaðila, sem þó munu ekki borga nema lítinn hluta fyrr en eftir sjö ár. Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Orkufyrirtæki í almannaeigu hafa verið ein af grunnstoðum framfara og hagsældar á Íslandi og lagt grunninn að lágu orkuverði til hagsbóta fyrir almenning og atvinnuvegi. Í borgarstjórn í dag verður lagður fram samningur um sölu á tæplega 32% hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku til skúffufélagsins Magma Energy Sweden. Mikið tap OR er fyrirsjáanlegt á viðskiptunum. Einungis 30% söluvirðisins eru greidd út, afgangurinn á kúluláni til 7 ára sem ber 1,5% vexti, og einu tryggingar OR fyrir greiðslu eru veð í bréfum í HS Orku. Í desemberlok árið 2006 tók Sjálfstæðisflokkurinn við 30 milljóna styrk til flokksins frá FL Group. Rúmum tveim mánuðum síðar í mars árið 2007 var auglýst eftir kaupendum að hlut ríkisins í HS Orku. Þeir einkennilegu skilmálar voru á sölunni að aðeins einkaaðilum var heimilt að kaupa hlutinn og þar með sveitarfélög og fyrirtæki í þeirra eigu útilokuð. 30. apríl 2007 samþykkti fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Árni Mathiesen sölu til GGE, en GGE var einmitt í meirihlutaeigu FL Group sem örfáum mánuðum áður hafði styrkt Sjálfstæðisflokkinn svo rausnarlega. Ljóst er að störf rannsóknarnefndar um bankahrunið ná ekki yfir einkavæðingu í orkugeiranum. Þar er þó augljóslega rannsóknar þörf og ófært að málið sé þagað í hel. Sala ríkisins fór fram án þess að fyrir lægi löggjöf sem tryggði auðlindir í almannaeigu eða eignarhald opinberra aðila á einkaleyfisstarfseminni. Segja má að Samfylkingin hafi unnið varnarsigur eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn og fékk ný orku- og auðlindalög samþykkt sem taka á þessum þáttum, þó að nauðsynlegt sé að endurskoða löggjöfina í ljósi reynslunnar. Í sumar seldu sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ GGE 34% hlut bæjarfélagsins í HS Orku fyrir smánarverð. Nú í dag ætla svo sjálfstæðismenn í Reykjavík undir forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í bandalagi við Framsóknarflokkinn að selja hlut OR í HS Orku með miklu tapi og tryggja að fyrirtækið verði alfarið í eigu einkaaðila, sem þó munu ekki borga nema lítinn hluta fyrr en eftir sjö ár. Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn OR.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar