Auðlindir á 30 milljónir? Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar 15. september 2009 06:00 Orkufyrirtæki í almannaeigu hafa verið ein af grunnstoðum framfara og hagsældar á Íslandi og lagt grunninn að lágu orkuverði til hagsbóta fyrir almenning og atvinnuvegi. Í borgarstjórn í dag verður lagður fram samningur um sölu á tæplega 32% hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku til skúffufélagsins Magma Energy Sweden. Mikið tap OR er fyrirsjáanlegt á viðskiptunum. Einungis 30% söluvirðisins eru greidd út, afgangurinn á kúluláni til 7 ára sem ber 1,5% vexti, og einu tryggingar OR fyrir greiðslu eru veð í bréfum í HS Orku. Í desemberlok árið 2006 tók Sjálfstæðisflokkurinn við 30 milljóna styrk til flokksins frá FL Group. Rúmum tveim mánuðum síðar í mars árið 2007 var auglýst eftir kaupendum að hlut ríkisins í HS Orku. Þeir einkennilegu skilmálar voru á sölunni að aðeins einkaaðilum var heimilt að kaupa hlutinn og þar með sveitarfélög og fyrirtæki í þeirra eigu útilokuð. 30. apríl 2007 samþykkti fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Árni Mathiesen sölu til GGE, en GGE var einmitt í meirihlutaeigu FL Group sem örfáum mánuðum áður hafði styrkt Sjálfstæðisflokkinn svo rausnarlega. Ljóst er að störf rannsóknarnefndar um bankahrunið ná ekki yfir einkavæðingu í orkugeiranum. Þar er þó augljóslega rannsóknar þörf og ófært að málið sé þagað í hel. Sala ríkisins fór fram án þess að fyrir lægi löggjöf sem tryggði auðlindir í almannaeigu eða eignarhald opinberra aðila á einkaleyfisstarfseminni. Segja má að Samfylkingin hafi unnið varnarsigur eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn og fékk ný orku- og auðlindalög samþykkt sem taka á þessum þáttum, þó að nauðsynlegt sé að endurskoða löggjöfina í ljósi reynslunnar. Í sumar seldu sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ GGE 34% hlut bæjarfélagsins í HS Orku fyrir smánarverð. Nú í dag ætla svo sjálfstæðismenn í Reykjavík undir forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í bandalagi við Framsóknarflokkinn að selja hlut OR í HS Orku með miklu tapi og tryggja að fyrirtækið verði alfarið í eigu einkaaðila, sem þó munu ekki borga nema lítinn hluta fyrr en eftir sjö ár. Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Orkufyrirtæki í almannaeigu hafa verið ein af grunnstoðum framfara og hagsældar á Íslandi og lagt grunninn að lágu orkuverði til hagsbóta fyrir almenning og atvinnuvegi. Í borgarstjórn í dag verður lagður fram samningur um sölu á tæplega 32% hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku til skúffufélagsins Magma Energy Sweden. Mikið tap OR er fyrirsjáanlegt á viðskiptunum. Einungis 30% söluvirðisins eru greidd út, afgangurinn á kúluláni til 7 ára sem ber 1,5% vexti, og einu tryggingar OR fyrir greiðslu eru veð í bréfum í HS Orku. Í desemberlok árið 2006 tók Sjálfstæðisflokkurinn við 30 milljóna styrk til flokksins frá FL Group. Rúmum tveim mánuðum síðar í mars árið 2007 var auglýst eftir kaupendum að hlut ríkisins í HS Orku. Þeir einkennilegu skilmálar voru á sölunni að aðeins einkaaðilum var heimilt að kaupa hlutinn og þar með sveitarfélög og fyrirtæki í þeirra eigu útilokuð. 30. apríl 2007 samþykkti fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Árni Mathiesen sölu til GGE, en GGE var einmitt í meirihlutaeigu FL Group sem örfáum mánuðum áður hafði styrkt Sjálfstæðisflokkinn svo rausnarlega. Ljóst er að störf rannsóknarnefndar um bankahrunið ná ekki yfir einkavæðingu í orkugeiranum. Þar er þó augljóslega rannsóknar þörf og ófært að málið sé þagað í hel. Sala ríkisins fór fram án þess að fyrir lægi löggjöf sem tryggði auðlindir í almannaeigu eða eignarhald opinberra aðila á einkaleyfisstarfseminni. Segja má að Samfylkingin hafi unnið varnarsigur eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn og fékk ný orku- og auðlindalög samþykkt sem taka á þessum þáttum, þó að nauðsynlegt sé að endurskoða löggjöfina í ljósi reynslunnar. Í sumar seldu sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ GGE 34% hlut bæjarfélagsins í HS Orku fyrir smánarverð. Nú í dag ætla svo sjálfstæðismenn í Reykjavík undir forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í bandalagi við Framsóknarflokkinn að selja hlut OR í HS Orku með miklu tapi og tryggja að fyrirtækið verði alfarið í eigu einkaaðila, sem þó munu ekki borga nema lítinn hluta fyrr en eftir sjö ár. Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn OR.
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar