Rúnar: Það er enginn farþegi hjá okkur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 3. desember 2009 21:28 Rúnar Sigtryggsson. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að liðsheildin hafi verið lykilatriði í því sem skilaði sigri gegn Val í kvöld. Akureyri vann 29-25 og er komið upp að hlið Vals í öðru sæti deildarinnar. "Við keyrðum áfram núna. Það kom smá hik í þetta, við tókum leikhlé og ákváðum að keyra á þetta. Það heppnaðist ekkert á tímabili en heilt yfir skilaði þetta sigri. Menn voru ekkert að spara sig fyrir eitthvað sem kemur einhvern tíman seinna. Menn spiluðu leikinn eins vel og þeir gátu og nú er frí í kvöld og menn eiga að hafa það gott," sagði brosmildur Rúnar. "Mér fannst liðið ekki spila neitt sérstaklega vel en ég er samt ánægður með að menn eru ekkert að eiga stjörnuleik kannski, en þeir eru að skila sínu fyrir liðið. Það er liðsheildin sem skilaði þessu. Það er enginn farþegi hjá okkur." "Hörður Flóki er dæmi um það. Hann spilar í korter og ver vel og á nokkrar stoðsendingar," sagði Rúnar. Ofanritaður tekur undir það en þegar menn týndu taktinum stigu aðrir upp í staðinn. "Það er rosalega gaman að sjá strákana spila handbolta inni á vellinum. Ég get svosem ekkert gert eftir að leikurinn er byrjaður. Þeir skemmta manni bara." Rúnar segir jafnframt að heimavöllur Akureyrar sé að verða gryfja að nýju, en liðið leikur nú í Höllinni. Áður lék liðið í KA-heimilinu. "Þetta er að verða gryfja og ég er ánægður með það. Strákunum er líka farið að líða vel að spila fyrir framan þessa áhorfendur. Í gamla daga þegar menn voru í Þór og KA þá vernduðu allir mennina í sínum liðum, og það var aldrei hægt að gagnrýna þá. Núna eru allir í Akureyri og ef menn standa sig ekki fá menn bara að heyra það. Það hefur verið erfitt fyrir suma en menn eru að venjast því." Næsti leikur Akureyrar er gegn Haukum eftir viku, toppliðið. Aðspurður hvort liðið ætti heima í toppbaráttunni sagði Rúnar: "Það eru Haukar næst og eftir það kemur það í ljós. Haukar eru besta liðið á landinu í dag sem við eigum eftir að spila við og við sjáum til hvernig gengur," sagði Rúnar. Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að liðsheildin hafi verið lykilatriði í því sem skilaði sigri gegn Val í kvöld. Akureyri vann 29-25 og er komið upp að hlið Vals í öðru sæti deildarinnar. "Við keyrðum áfram núna. Það kom smá hik í þetta, við tókum leikhlé og ákváðum að keyra á þetta. Það heppnaðist ekkert á tímabili en heilt yfir skilaði þetta sigri. Menn voru ekkert að spara sig fyrir eitthvað sem kemur einhvern tíman seinna. Menn spiluðu leikinn eins vel og þeir gátu og nú er frí í kvöld og menn eiga að hafa það gott," sagði brosmildur Rúnar. "Mér fannst liðið ekki spila neitt sérstaklega vel en ég er samt ánægður með að menn eru ekkert að eiga stjörnuleik kannski, en þeir eru að skila sínu fyrir liðið. Það er liðsheildin sem skilaði þessu. Það er enginn farþegi hjá okkur." "Hörður Flóki er dæmi um það. Hann spilar í korter og ver vel og á nokkrar stoðsendingar," sagði Rúnar. Ofanritaður tekur undir það en þegar menn týndu taktinum stigu aðrir upp í staðinn. "Það er rosalega gaman að sjá strákana spila handbolta inni á vellinum. Ég get svosem ekkert gert eftir að leikurinn er byrjaður. Þeir skemmta manni bara." Rúnar segir jafnframt að heimavöllur Akureyrar sé að verða gryfja að nýju, en liðið leikur nú í Höllinni. Áður lék liðið í KA-heimilinu. "Þetta er að verða gryfja og ég er ánægður með það. Strákunum er líka farið að líða vel að spila fyrir framan þessa áhorfendur. Í gamla daga þegar menn voru í Þór og KA þá vernduðu allir mennina í sínum liðum, og það var aldrei hægt að gagnrýna þá. Núna eru allir í Akureyri og ef menn standa sig ekki fá menn bara að heyra það. Það hefur verið erfitt fyrir suma en menn eru að venjast því." Næsti leikur Akureyrar er gegn Haukum eftir viku, toppliðið. Aðspurður hvort liðið ætti heima í toppbaráttunni sagði Rúnar: "Það eru Haukar næst og eftir það kemur það í ljós. Haukar eru besta liðið á landinu í dag sem við eigum eftir að spila við og við sjáum til hvernig gengur," sagði Rúnar.
Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Sjá meira