Faglegar ráðningar 18. nóvember 2009 06:00 Í grein minni um pólitískar vinaráðningar sem birtist hér í Fréttablaðinu hinn 11.nóvember sl. lagði ég til að sett yrði á laggirnar ráðningarstofa stjórnsýslunnar. Ástæðan er sú að eftirlit umboðsmanns Alþingis með ákvörðunum stjórnsýslunnar er þess eðlis að því er einungis ætlað að taka mál til skoðunar eftir að ákvörðun hefur verið tekin og þá því aðeins að ákvörðun sé kærð. Verði niðurstaða af kæru kærandanum í vil getur kærandi höfðað skaðabótamál. Ráðningarákvörðunin sem kærð var stendur hins vegar óhögguð og sá sem hana tók hefur náð sínu fram, en þarf sjálfur ekki að axla beina ábyrgð á ákvörðuninni. Þetta eftirlitskerfi býður því bæði upp á hrakval og freistnivanda: hrakval vegna þess að ekki er með öllu ljóst hvað raunverulega ræður ákvörðunum um ráðningar í stöður hins opinbera, og freistnivanda vegna þess að sá sem tekur ákvörðun nær sínu fram þrátt fyrir kæru og þarf ekki að axla beina ábyrgð á niðurstöðum kærunnar. Embætti umboðsmanns Alþingis fer með eftirlit með stjórnsýsluákvörðunum þ.m.t. ákvörðunum um ráðningar í embætti og störf innan stjórnsýslunnar. Þetta eftirlit er „eftir-á-eftirlit", (e. ex-post) þar sem umboðsmanni er ætlað að rannsaka ákvarðanaferlið eftir að ákvörðun hefur verið tekin og þá einungis ef einhver kærir ákvörðunina. Hafi ráðuneyti eða opinber stofnun brotið reglur um t.d. auglýsingar á lausum störfum þá er það matsatriði hjá umboðsmanni, fái hann ábendingu um brotið, hvort embættið eigi að bregðast við eða ekki. Inngrip í málið er alls ekki sjálfgefið enda málið á þessu stigi ekki í verkahring umboðsmanns. Rétturinn til að kæra ákvörðun á að duga til að þeir sem eru að taka ákvarðanir viðhafi vönduð og gegnsæ vinnubrögð sem standist eftiráskoðun umboðsmanns Alþingis ef til kæru kemur. Komist umboðsmaður við skoðun slíkrar kæru að þeirri niðurstöðu að ranglega hafi verið staðið að ráðningarákvörðun ógildir það ekki ráðninguna. Hún stendur. Ráðningastofa stjórnsýslunnar á að veita framkvæmdavaldinu aðhald með því að koma að þessu ferli strax í upphafi og annast val og ráðningu í æðstu embætti og áhrifastöður innan framkvæmdavaldsins. Þannig á ráðningarstofan að geta staðlað gæði og öryggi þeirrar þjónustu sem stjórnsýslunni er ætlað að veita þeim kjörnu fulltrúum sem fara með framkvæmdavaldið hverju sinni, þ.e. ráðherrum, með því að sjá til þess að ákvarðanir um ráðningar séu byggðar á sambærilegu mati á umsækjendum sem allir uppfylla tilteknar kröfur um menntun, hæfni og reynslu. Með gegnsæjum hætti er hér reynt að tryggja að framsali valds frá þingi til framkvæmdavalds fylgi bestu hugsanleg skilyrði hvað varðar mannauð og þekkingu. Höfuðáherslan er á faglega stjórnsýslu sem hefur þá skyldu, hæfni og þekkingu að geta þjónað kjörnum fulltrúum án tillits til þess hvaða stjórnmálaflokki þeir tilheyra. Í þessari tegund eftirlits er lagt upp með það að í upphafið skyldi endinn skoða, þ.e. „fyrirfram-eftirlit" (e. ex-ante). Fyrirmyndin að ráðningarstofu stjórnsýslunnar er sótt m.a. til Bretlands, Ástralíu og Canada (Civil/Public Service Commission). Auk ráðninga í æðstu embætti og áhrifastöður verði ráðningarstofunni falið að fara með samræmda innleiðingu siðareglna fyrir ráðherra og starfsfólk stjórnarráðsins og aðlögun alþjóðlegra leiðbeininga þar um í stjórnarráðinu öllu. Slík ráðningarstofa myndi nýta sér þjónustu ráðningar- og mannauðsfyrirtækja á markaði upp að ákveðnu stigi í ráðningarferlinu eins og nú er raunin. Hins vegar er fráleitt að útvista alfarið ráðningum í æðstu embætti stjórnsýslunnar. Ekkert stórfyrirtæki myndi láta öðrum eftir að velja lykilstarfsmenn fyrirtækisins. Slíkt ætti heldur ekki að eiga sér stað með stjórnsýsluna sem er hluti af hinu lýðræðislega ferli. Stjórnsýslan verður að hafa á að skipa stjórnendum sem hafa sérhæft sig í framkvæmd lýðræðislegra vinnubragða og stjórnun í hápólitísku umhverfi. Þingskipuð nefnd ætti að hafa eftirlit með starfsemi ráðningarstofu, því tilgangurinn er einmitt sá að færa aðhaldið með gæðum og hæfni stjórnsýslunnar frá flokkspólitískum áhrifum ráðherravaldsins en nær hinu almenna lýðræðislega valdi, þ.e. þinginu. Hin þingskipaða nefnd ætti jafnvel að lúta formennsku fulltrúa minnihlutans á þingi. Sú leið er í samræmi við þær hugmyndir sem uppi eru um að styrkja eftirlitshlutverk þingsins. Starfsemi ráðningarstofu stjórnsýslunnar getur m.a. dregið úr kostnaði sem kann að fylgja skaðabótakröfum á hendur ríkinu og einnig persónulegum kostnaði þeirra sem fara þá erfiðu leið að leita réttar síns hjá umboðsmanni Alþingis. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Í grein minni um pólitískar vinaráðningar sem birtist hér í Fréttablaðinu hinn 11.nóvember sl. lagði ég til að sett yrði á laggirnar ráðningarstofa stjórnsýslunnar. Ástæðan er sú að eftirlit umboðsmanns Alþingis með ákvörðunum stjórnsýslunnar er þess eðlis að því er einungis ætlað að taka mál til skoðunar eftir að ákvörðun hefur verið tekin og þá því aðeins að ákvörðun sé kærð. Verði niðurstaða af kæru kærandanum í vil getur kærandi höfðað skaðabótamál. Ráðningarákvörðunin sem kærð var stendur hins vegar óhögguð og sá sem hana tók hefur náð sínu fram, en þarf sjálfur ekki að axla beina ábyrgð á ákvörðuninni. Þetta eftirlitskerfi býður því bæði upp á hrakval og freistnivanda: hrakval vegna þess að ekki er með öllu ljóst hvað raunverulega ræður ákvörðunum um ráðningar í stöður hins opinbera, og freistnivanda vegna þess að sá sem tekur ákvörðun nær sínu fram þrátt fyrir kæru og þarf ekki að axla beina ábyrgð á niðurstöðum kærunnar. Embætti umboðsmanns Alþingis fer með eftirlit með stjórnsýsluákvörðunum þ.m.t. ákvörðunum um ráðningar í embætti og störf innan stjórnsýslunnar. Þetta eftirlit er „eftir-á-eftirlit", (e. ex-post) þar sem umboðsmanni er ætlað að rannsaka ákvarðanaferlið eftir að ákvörðun hefur verið tekin og þá einungis ef einhver kærir ákvörðunina. Hafi ráðuneyti eða opinber stofnun brotið reglur um t.d. auglýsingar á lausum störfum þá er það matsatriði hjá umboðsmanni, fái hann ábendingu um brotið, hvort embættið eigi að bregðast við eða ekki. Inngrip í málið er alls ekki sjálfgefið enda málið á þessu stigi ekki í verkahring umboðsmanns. Rétturinn til að kæra ákvörðun á að duga til að þeir sem eru að taka ákvarðanir viðhafi vönduð og gegnsæ vinnubrögð sem standist eftiráskoðun umboðsmanns Alþingis ef til kæru kemur. Komist umboðsmaður við skoðun slíkrar kæru að þeirri niðurstöðu að ranglega hafi verið staðið að ráðningarákvörðun ógildir það ekki ráðninguna. Hún stendur. Ráðningastofa stjórnsýslunnar á að veita framkvæmdavaldinu aðhald með því að koma að þessu ferli strax í upphafi og annast val og ráðningu í æðstu embætti og áhrifastöður innan framkvæmdavaldsins. Þannig á ráðningarstofan að geta staðlað gæði og öryggi þeirrar þjónustu sem stjórnsýslunni er ætlað að veita þeim kjörnu fulltrúum sem fara með framkvæmdavaldið hverju sinni, þ.e. ráðherrum, með því að sjá til þess að ákvarðanir um ráðningar séu byggðar á sambærilegu mati á umsækjendum sem allir uppfylla tilteknar kröfur um menntun, hæfni og reynslu. Með gegnsæjum hætti er hér reynt að tryggja að framsali valds frá þingi til framkvæmdavalds fylgi bestu hugsanleg skilyrði hvað varðar mannauð og þekkingu. Höfuðáherslan er á faglega stjórnsýslu sem hefur þá skyldu, hæfni og þekkingu að geta þjónað kjörnum fulltrúum án tillits til þess hvaða stjórnmálaflokki þeir tilheyra. Í þessari tegund eftirlits er lagt upp með það að í upphafið skyldi endinn skoða, þ.e. „fyrirfram-eftirlit" (e. ex-ante). Fyrirmyndin að ráðningarstofu stjórnsýslunnar er sótt m.a. til Bretlands, Ástralíu og Canada (Civil/Public Service Commission). Auk ráðninga í æðstu embætti og áhrifastöður verði ráðningarstofunni falið að fara með samræmda innleiðingu siðareglna fyrir ráðherra og starfsfólk stjórnarráðsins og aðlögun alþjóðlegra leiðbeininga þar um í stjórnarráðinu öllu. Slík ráðningarstofa myndi nýta sér þjónustu ráðningar- og mannauðsfyrirtækja á markaði upp að ákveðnu stigi í ráðningarferlinu eins og nú er raunin. Hins vegar er fráleitt að útvista alfarið ráðningum í æðstu embætti stjórnsýslunnar. Ekkert stórfyrirtæki myndi láta öðrum eftir að velja lykilstarfsmenn fyrirtækisins. Slíkt ætti heldur ekki að eiga sér stað með stjórnsýsluna sem er hluti af hinu lýðræðislega ferli. Stjórnsýslan verður að hafa á að skipa stjórnendum sem hafa sérhæft sig í framkvæmd lýðræðislegra vinnubragða og stjórnun í hápólitísku umhverfi. Þingskipuð nefnd ætti að hafa eftirlit með starfsemi ráðningarstofu, því tilgangurinn er einmitt sá að færa aðhaldið með gæðum og hæfni stjórnsýslunnar frá flokkspólitískum áhrifum ráðherravaldsins en nær hinu almenna lýðræðislega valdi, þ.e. þinginu. Hin þingskipaða nefnd ætti jafnvel að lúta formennsku fulltrúa minnihlutans á þingi. Sú leið er í samræmi við þær hugmyndir sem uppi eru um að styrkja eftirlitshlutverk þingsins. Starfsemi ráðningarstofu stjórnsýslunnar getur m.a. dregið úr kostnaði sem kann að fylgja skaðabótakröfum á hendur ríkinu og einnig persónulegum kostnaði þeirra sem fara þá erfiðu leið að leita réttar síns hjá umboðsmanni Alþingis. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun