Lyfjafyrirtæki og blekkingar steindór j. erlingsson skrifar 26. nóvember 2009 06:00 Sífellt koma fram fleiri sönnunargögn um að læknar við suma af helstu læknaháskólum Bandaríkjanna setji nafn sitt á vísindagreinar sem skrifaðar eru af hulduhöfundum fyrir lyfjafyrirtækin". Þessu er haldið fram í frétt sem birtist í New York Times 4. ágúst sl. og því bætt við að greinarnar séu skrifaðar til þess að auka sölu á lyfjum. Ef við horfum sérstaklega til geðlyfja er þetta ekki nýtt vandamál. Hvernig geta læknar svívirt Hippókratesareiðinn með þessu móti? Í nýlegri vísindagrein eftir bandaríska geðlækninn Kenneth S. Kendler er því haldið fram að geðheilbrigðisrannsóknir stjórnist of oft af hugmyndafræðilegum rökum en ekki vísindalegum. Sem dæmi um þetta nefnir Kendler þá tilhneigingu innan geðlæknisfræðinnar undanfarna áratugi að finna einfaldar líffræðilegar skýringar á orsökum geðsjúkdóma. Hann segir slíkar skýringar ekki til. Sem dæmi um einfalda skýringu má nefna tilgátuna um að orsök þunglyndis liggi í ójafnvægi í serótónínbúskap heilans. Hér er um umdeilda tilgátu að ræða (SJE, Fbl., 8. janúar, 2009). Hún er lyfjaiðnaðinum mikilvæg því algengustu þunglyndislyfin, sk. SSRI-lyf, eiga að lækna þetta ójafnvægi. Stundum er óheiðarlegum aðferðum beitt til að verja tilgátuna og lyfin. Í fyrra birtust tvær vísindagreinar þar sem ítarlega er greint frá því hvernig GlaxoSmithKline (GSK) og forveri þess birti neikvæða rannsókn á virkni SSRI-lyfsins Seroxats sem „jákvæða". Um er að ræða rannsókn nr. 329 á virkni Seroxats á þunglyndi í unglingum, sem birtist í Journal of the American Academy of Child and Adolescent Psychiatry (JAACAP) árið 2001. Þar er því haldið fram að lyfið „sé áhrifaríkt á meiriháttar þunglyndi í unglingum og almennt vel þolað". Í umræddum greinum kemur hins vegar fram að rannsókn nr. 329, auk tveggja annarra, leiddi í ljós að Seroxat var ekki fremra lyfleysu í að meðhöndla þunglyndi í unglingum, auk þess hafði lyfið slæmar aukaverkanir. GSK hafði áhyggjur af því að þessar neikvæðu niðurstöður gætu dregið úr sölu lyfsins til fullorðinna einstaklinga. Því var ákveðið að birta rannsóknina sem „jákvæða" og var almannatengslafyrirtæki, sem sérhæfir sig í læknisfræði, fengið til þess að skrifa grein um rannsóknina. Eftir að fyrsta uppkast fyrirtækisins lá fyrir gerðu hinir eiginlegu „höfundar" rannsóknarinnar, 22 talsins, litlar efnislegar breytingar á greininni þar til handrit var sent til birtingar. Rétt er að taka fram að þótt því sé haldið fram í texta JAACP-greinarinnar að Seroxat sé gott til þess að meðhöndla þunglyndi í unglingum eru allar neikvæðu niðurstöðurnar birtar í töflu í greininni. Þrátt fyrir töfluna virðist blekkingarleikur GSK hafa tekist vel því af þeim 153 greinum sem vísað hafa í virkni lyfsins í rannsókn 329 er því haldið fram í 68 greinum að virknin sé jákvæð. Lesandinn gæti skilið 54 aðrar greinar sem svo að virkni Seroxats sé jákvæðari en niðurstöðurnar gefa til kynna. Í einungis 31 grein er rétt greint frá niðurstöðunum og í 12 þeirra eru „höfundar" greinarinnar sérstaklegar gagnrýndir fyrir blekkingarleikinn. Að undanförnu höfum við orðið vitni að því hvernig hugmyndafræði ný-frjálshyggjunnar og gróðafíkn hefur leitt íslenskt samfélag í miklar ógöngur. Á hliðstæðan hátt hefur serótónín-hugmyndafræðin og gróðafíkn varpað dimmum skugga yfir þróun, markaðssetningu og mögulegan lækningamátt SSRI-þunglyndislyfja. Þennan blekkingarleik mikils minnihluta geðlækna og lyfjaiðnaðarins verður að stöðva. Höfundur er vísindasagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sífellt koma fram fleiri sönnunargögn um að læknar við suma af helstu læknaháskólum Bandaríkjanna setji nafn sitt á vísindagreinar sem skrifaðar eru af hulduhöfundum fyrir lyfjafyrirtækin". Þessu er haldið fram í frétt sem birtist í New York Times 4. ágúst sl. og því bætt við að greinarnar séu skrifaðar til þess að auka sölu á lyfjum. Ef við horfum sérstaklega til geðlyfja er þetta ekki nýtt vandamál. Hvernig geta læknar svívirt Hippókratesareiðinn með þessu móti? Í nýlegri vísindagrein eftir bandaríska geðlækninn Kenneth S. Kendler er því haldið fram að geðheilbrigðisrannsóknir stjórnist of oft af hugmyndafræðilegum rökum en ekki vísindalegum. Sem dæmi um þetta nefnir Kendler þá tilhneigingu innan geðlæknisfræðinnar undanfarna áratugi að finna einfaldar líffræðilegar skýringar á orsökum geðsjúkdóma. Hann segir slíkar skýringar ekki til. Sem dæmi um einfalda skýringu má nefna tilgátuna um að orsök þunglyndis liggi í ójafnvægi í serótónínbúskap heilans. Hér er um umdeilda tilgátu að ræða (SJE, Fbl., 8. janúar, 2009). Hún er lyfjaiðnaðinum mikilvæg því algengustu þunglyndislyfin, sk. SSRI-lyf, eiga að lækna þetta ójafnvægi. Stundum er óheiðarlegum aðferðum beitt til að verja tilgátuna og lyfin. Í fyrra birtust tvær vísindagreinar þar sem ítarlega er greint frá því hvernig GlaxoSmithKline (GSK) og forveri þess birti neikvæða rannsókn á virkni SSRI-lyfsins Seroxats sem „jákvæða". Um er að ræða rannsókn nr. 329 á virkni Seroxats á þunglyndi í unglingum, sem birtist í Journal of the American Academy of Child and Adolescent Psychiatry (JAACAP) árið 2001. Þar er því haldið fram að lyfið „sé áhrifaríkt á meiriháttar þunglyndi í unglingum og almennt vel þolað". Í umræddum greinum kemur hins vegar fram að rannsókn nr. 329, auk tveggja annarra, leiddi í ljós að Seroxat var ekki fremra lyfleysu í að meðhöndla þunglyndi í unglingum, auk þess hafði lyfið slæmar aukaverkanir. GSK hafði áhyggjur af því að þessar neikvæðu niðurstöður gætu dregið úr sölu lyfsins til fullorðinna einstaklinga. Því var ákveðið að birta rannsóknina sem „jákvæða" og var almannatengslafyrirtæki, sem sérhæfir sig í læknisfræði, fengið til þess að skrifa grein um rannsóknina. Eftir að fyrsta uppkast fyrirtækisins lá fyrir gerðu hinir eiginlegu „höfundar" rannsóknarinnar, 22 talsins, litlar efnislegar breytingar á greininni þar til handrit var sent til birtingar. Rétt er að taka fram að þótt því sé haldið fram í texta JAACP-greinarinnar að Seroxat sé gott til þess að meðhöndla þunglyndi í unglingum eru allar neikvæðu niðurstöðurnar birtar í töflu í greininni. Þrátt fyrir töfluna virðist blekkingarleikur GSK hafa tekist vel því af þeim 153 greinum sem vísað hafa í virkni lyfsins í rannsókn 329 er því haldið fram í 68 greinum að virknin sé jákvæð. Lesandinn gæti skilið 54 aðrar greinar sem svo að virkni Seroxats sé jákvæðari en niðurstöðurnar gefa til kynna. Í einungis 31 grein er rétt greint frá niðurstöðunum og í 12 þeirra eru „höfundar" greinarinnar sérstaklegar gagnrýndir fyrir blekkingarleikinn. Að undanförnu höfum við orðið vitni að því hvernig hugmyndafræði ný-frjálshyggjunnar og gróðafíkn hefur leitt íslenskt samfélag í miklar ógöngur. Á hliðstæðan hátt hefur serótónín-hugmyndafræðin og gróðafíkn varpað dimmum skugga yfir þróun, markaðssetningu og mögulegan lækningamátt SSRI-þunglyndislyfja. Þennan blekkingarleik mikils minnihluta geðlækna og lyfjaiðnaðarins verður að stöðva. Höfundur er vísindasagnfræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar