Viðskipti innlent

Sala Toyota ekki umflúin vegna mikilla skulda

Magnús Kristinsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu skilanefndar Landsbankans á Toyota umboðinu. Þar segir að salan hafi ekki verið umflúin vegna mikilla skulda félaga í eigu Magnúsar.

Yfirlýsingin í heild hljóðar svo:

„Samkomulag hefur orðið um það milli mín og Landsbanka Íslands hf. að Toyota á Íslandi hf. verði sett í sölumeðferð. Þetta er liður í viðbrögðum við stórfelldri aukningu á skuldum félaga í minni eigu við bankann.

Fyrir áeggjan stjórnenda Landsbankans tókst ég á hendur miklar skuldbindingar til að varna því, að Gnúpur fjárfestingarfélag ehf. yrði gjalþrota í lok árs 2007. Jafnframt drógst ég til að verða stór hluthafi í Landsbankanum hf. Við fall bankanna og fleiri félaga hurfu gríðarlegar eignir á einni nóttu en skuldir hafa vaxið með falli krónunnar, eins og allir þekkja. Sala eigna verður því ekki umflúin.

Ég hef notið þess að starfa með öflugri liðsheild Toyota hér á landi og vil stuðla að því að starfsemi fyrirtækisins verði áfram í öruggum farvegi. Það er einlæg ósk mín að nýir og öflugir aðilar verði kaupendur að þessu trausta félagi.

Magnús Kristinsson, útgerðarmaður"








Fleiri fréttir

Sjá meira


×