Hvað er gjaldþrot? jón trausti sigurðarson skrifar 26. nóvember 2009 06:00 Hvenær setur maður fyrirtæki á hausinn, og hvenær setur maður fyrirtæki ekki á hausinn. Hingað til hefur þetta atriði verið nokkuð skýrt. Fyrirtæki sem ekki getur greitt skuldir sínar, það er gjaldþrota fyrirtæki. Jóhannes Jónsson er spurður út í þetta atriði í Kastljósi mánudaginn 16. nóvember. Hann útskýrir: „Það hefur gengið mjög vel þetta fyrirtæki, það er vel upp byggt á 20 árum og… og hérna við erum með starfsfólk sem er afburðafólk á sínu sviði." Fyrirtækið er vel rekið. En fyrirtækið skuldar einhverstaðar á bilinu 50-70 milljarða. Eða hvað? Höldum áfram í téðu Kastljósviðtali: Sigmar: „Jóhannes, vertu velkominn í Kastljós. Það er búið að tala náttúrulega mikið um skuldastöðu, ja bæði Haga og svo þessa fyrirtækis sem er í eigu þinnar fjölskyldu, 1998. Jafnvel talað um það að þetta sé allt í allt 70 milljarða króna skuld. 22 milljarðar hjá Högum og hvað, 48 milljarðar hjá 1998. Er ekki… maður má að minnsta kosti draga þá ályktun að það þurfi að afskrifa svolítið af þessum skuldum, ef að þið eigið að geta haldið þessu." Jóhannes: „Þessar tölur eru náttúrulega engan veginn í takt við það sem er raunveruleikinn. Þannig að… að við skulum draga ansi mikið frá þessu." Sigmar: „Já, en þú hafnar því, af því að þetta eru tölur sem menn hafa verið að leika sér með í opinberri umræðu." Jóhannes: „Já já. Menn hafa leikið sér með ýmsar tölur, og skuldastöðu Baugs og allt í sama pakkanum og hérna, það er ekkert af þessu í raunveruleikanum." Sigmar: „Umm…" Jóhannes: „Og þessar tölur sem þú ert að tala um þarna, það er fjarri raunveruleikanum." Sigmar: „Hmm. En geturðu þá sagt okkur hvað þetta eru miklar skuldir sem á ykkur hvíla?" Jóhannes: „Nei ég get því miður ekki sagt þér það núna, og ætla mér ekki að segja þér það, þó að ég viti það nokkurnveginn." Viðtalið heldur áfram og fer út í aðra sálma. Á þessu augnabliki, vissi öll þjóðin, nema að virtist þessir tveir menn í Kastljósinu, hver skuldastaða 1998 ehf./ Haga ehf. var. Eða hvað? Jóhannes segir Sigmari Guðmundssyni að tölurnar séu „fjarri raunveruleikanum". Sigmar ætti að muna og vita að ein stærsta frétt sumarsins var sú að lánabók Kaupþings frá því í september 2008 lak á netið. Þar er lánabókin enn, í heild sinni, hafi Sigmar áhuga á því að staðfesta tölurnar. Í því skjali, sem blaðamannastéttin öll (og þjóðin hálf) velti sér uppúr vikum saman fyrir ekki svo löngu, er að finna nákvæmar upplýsingar um hvað 1998 ehf. og Hagar ehf. skulda Kaupþingi. Á gengi dagsins í dag skuldar 1998 ehf . Kaupþingi um 48,5 milljarða. Þetta eru ekki bara aðgengilegar upplýsingar sem hægt er að nota til að hrekja ranga fullyrðingu Jóhannesar, þetta eru upplýsingar sem allir fréttelskir Íslendingar kannast við. Þetta eru upplýsingar sem er hægt að finna á öðru hvoru íslensku bloggi. Þetta eru tölur úr lánabók Kaupþings, sem fyrrverandi stjórnarmenn bankans staðfesta að sé raunveruleg og hvers innihald Sigmar spurði einmitt Hreiðar Má, fyrrverandi stjórnarmann þess banka, um í Kastljósi, fyrir alls ekki löngu síðan. Það er ekki ekki endilega hægt að ætlast til þess, að þáttur eins og Kastljós, sem titlar sig dægurmálaþátt, og er undirorpið þröngum fjárveitingastakki hins íslenska ríkis, geti unnið mikla heimildarvinnu fyrir þann fjölda viðtala sem þátturinn tekur vikulega. En engu að síður, þá hlýtur að vera hægt að ætlast til þess af þessum sama þætti að starfsmenn hans búi að almennri vitneskju. Nema þá að skuldir 1998 ehf. hafi verið afskrifaðar nú þegar. En „ekkert hefur verið afskrifað" fullyrðir Jóhannes. Og þarna stendur hnífurinn í kúnni. Hvort sem væri, þá getur hvort tveggja ekki staðist. Þar fór kaupmaðurinn í sannleiksþrot. En fékk það strax afskrifað hjá Kastljósi. Höfundur er laganemi við HÍ og hefur gefið út tímaritið Reykjavík Grapevine frá 2003. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Hvenær setur maður fyrirtæki á hausinn, og hvenær setur maður fyrirtæki ekki á hausinn. Hingað til hefur þetta atriði verið nokkuð skýrt. Fyrirtæki sem ekki getur greitt skuldir sínar, það er gjaldþrota fyrirtæki. Jóhannes Jónsson er spurður út í þetta atriði í Kastljósi mánudaginn 16. nóvember. Hann útskýrir: „Það hefur gengið mjög vel þetta fyrirtæki, það er vel upp byggt á 20 árum og… og hérna við erum með starfsfólk sem er afburðafólk á sínu sviði." Fyrirtækið er vel rekið. En fyrirtækið skuldar einhverstaðar á bilinu 50-70 milljarða. Eða hvað? Höldum áfram í téðu Kastljósviðtali: Sigmar: „Jóhannes, vertu velkominn í Kastljós. Það er búið að tala náttúrulega mikið um skuldastöðu, ja bæði Haga og svo þessa fyrirtækis sem er í eigu þinnar fjölskyldu, 1998. Jafnvel talað um það að þetta sé allt í allt 70 milljarða króna skuld. 22 milljarðar hjá Högum og hvað, 48 milljarðar hjá 1998. Er ekki… maður má að minnsta kosti draga þá ályktun að það þurfi að afskrifa svolítið af þessum skuldum, ef að þið eigið að geta haldið þessu." Jóhannes: „Þessar tölur eru náttúrulega engan veginn í takt við það sem er raunveruleikinn. Þannig að… að við skulum draga ansi mikið frá þessu." Sigmar: „Já, en þú hafnar því, af því að þetta eru tölur sem menn hafa verið að leika sér með í opinberri umræðu." Jóhannes: „Já já. Menn hafa leikið sér með ýmsar tölur, og skuldastöðu Baugs og allt í sama pakkanum og hérna, það er ekkert af þessu í raunveruleikanum." Sigmar: „Umm…" Jóhannes: „Og þessar tölur sem þú ert að tala um þarna, það er fjarri raunveruleikanum." Sigmar: „Hmm. En geturðu þá sagt okkur hvað þetta eru miklar skuldir sem á ykkur hvíla?" Jóhannes: „Nei ég get því miður ekki sagt þér það núna, og ætla mér ekki að segja þér það, þó að ég viti það nokkurnveginn." Viðtalið heldur áfram og fer út í aðra sálma. Á þessu augnabliki, vissi öll þjóðin, nema að virtist þessir tveir menn í Kastljósinu, hver skuldastaða 1998 ehf./ Haga ehf. var. Eða hvað? Jóhannes segir Sigmari Guðmundssyni að tölurnar séu „fjarri raunveruleikanum". Sigmar ætti að muna og vita að ein stærsta frétt sumarsins var sú að lánabók Kaupþings frá því í september 2008 lak á netið. Þar er lánabókin enn, í heild sinni, hafi Sigmar áhuga á því að staðfesta tölurnar. Í því skjali, sem blaðamannastéttin öll (og þjóðin hálf) velti sér uppúr vikum saman fyrir ekki svo löngu, er að finna nákvæmar upplýsingar um hvað 1998 ehf. og Hagar ehf. skulda Kaupþingi. Á gengi dagsins í dag skuldar 1998 ehf . Kaupþingi um 48,5 milljarða. Þetta eru ekki bara aðgengilegar upplýsingar sem hægt er að nota til að hrekja ranga fullyrðingu Jóhannesar, þetta eru upplýsingar sem allir fréttelskir Íslendingar kannast við. Þetta eru upplýsingar sem er hægt að finna á öðru hvoru íslensku bloggi. Þetta eru tölur úr lánabók Kaupþings, sem fyrrverandi stjórnarmenn bankans staðfesta að sé raunveruleg og hvers innihald Sigmar spurði einmitt Hreiðar Má, fyrrverandi stjórnarmann þess banka, um í Kastljósi, fyrir alls ekki löngu síðan. Það er ekki ekki endilega hægt að ætlast til þess, að þáttur eins og Kastljós, sem titlar sig dægurmálaþátt, og er undirorpið þröngum fjárveitingastakki hins íslenska ríkis, geti unnið mikla heimildarvinnu fyrir þann fjölda viðtala sem þátturinn tekur vikulega. En engu að síður, þá hlýtur að vera hægt að ætlast til þess af þessum sama þætti að starfsmenn hans búi að almennri vitneskju. Nema þá að skuldir 1998 ehf. hafi verið afskrifaðar nú þegar. En „ekkert hefur verið afskrifað" fullyrðir Jóhannes. Og þarna stendur hnífurinn í kúnni. Hvort sem væri, þá getur hvort tveggja ekki staðist. Þar fór kaupmaðurinn í sannleiksþrot. En fékk það strax afskrifað hjá Kastljósi. Höfundur er laganemi við HÍ og hefur gefið út tímaritið Reykjavík Grapevine frá 2003.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun