Viðskipti innlent

Vill rifta sölunni á bréfum í Baugi

Skiptastjóri Baugs hefur krafist riftunar á kaupum Baugs á eigin bréfum fyrir 15 milljarða króna í júlí 2008. Seljendur bréfanna voru eignarhaldsfélög í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og Hreins Loftssonar.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Málið snýst um sölu Baugs á Högum til 1998 ehf. en þá var kaupverðið að hálfu notað til að greiða niður skuldir. Hinn helmingurinn, 15 milljarðar króna, var notaður til kaupa á eigin bréfum.

Að sögn blaðsins telur skiptastjóri Baugs að verðið sem greitt hafi verið fyrir bréfin hafi verið of hátt og falli dómur þrotabúinu í hag munu seljendur bréfanna þurfa að greiða mismuninn á kaupverði og raunverulegu virði inni í búið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×