Viðskipti innlent

Føroya Banki hættir viðskiptum í kauphöllinni

Føroya Banki hefur sagt upp aðild sinni að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum kauphallarinnar. Uppsögnin tekur gildi 1. nóvember nk.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá kauphöllinni. Þórður Friðjónsson forstjóri kauphallarinnar segir ástæðu þessa að bankinn telji viðskiptin of lítil til að halda þeim áfram.

Eftir sem áður er Føroya Banki skráður í kauphöllina og hægt að stunda viðskipti með hluti í honum þar. Bankinn er eitt þeirra félaga sem mynda úrvalsvísitöluna OMX16.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×