Viðskipti innlent

Tilboðum tekið í ríkisvíxla fyrir tæpa 33 milljarða

Alls bárust 86 gild tilboð í ríkisvíxla í flokknum RIKV 10 0215 að fjárhæð tæplega 46 milljarða kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 32.8 milljarða kr. að nafnverði á verðinu 97,178 (flatir vextir 8,50%).

Í tilkynningu segir að útboð á ríkisvíxlum í flokki RIKV 10 0215 með tilboðsfyrirkomulagi fór fram hjá Seðlabanka Íslands kl. 11:00 í morgun.

Vaxtaprósenta er reiknuð út miðað við flata vexti og dagar taldir sem raundagar miðað við 360 daga ár (Actual/360).










Fleiri fréttir

Sjá meira


×