Viðskipti innlent

N1 hagnast um 474 milljónir á fyrri helming ársins

Hagnaður N1 hf. fyrir tímabilið á fyrstu sex mánuðum ársins nam 474,2 milljónum kr. eftir skatta að því er segir í tilkynningu um uppgjörið.

Hagnaðurinn nam 98,3 milljónum kr. fyrir sama tímabil í fyrra.

Veltufé frá rekstri nam tæpum 1.155 milljónum kr. en var 1.148 milljónir kr. fyrir sama tímabil á fyrra ári. Eigið fé félagsins er rúmlega 6,8 milljarðar.

Rekstrartekjur félagsins nema 17,2 milljörðum kr. samanborið við 19,7 milljarða kr. fyrir sama tímabil árið 2008.

Í lok tímabilsins námu heildarskuldir og skuldbindingar 20 milljörðum kr. þar af námu langtímaskuldir tæpum 7,2 milljörðumkr.

Í tilkynningunni segir að rekstrarhorfur út árið eru áfram erfiðar vegna óstöðugleika í efnahagsmálum. Kjarnastarfsemi félagsins hefur gengið vel á árinu og reiknað er með að afkoma ársins verði betri en árið 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×