Meirihlutinn vill skutlið áfram 16. október 2009 06:00 Fyrir ári fluttu fulltrúar Samfylkingar og VG í Umhverfis- og samgönguráði tillögu um að hefja þegar vinnu við mótun grænnar samgöngustefnu í hverfum borgarinnar í samvinnu við hverfisráð, frístundaaðila, íbúasamtök og aðra sem málið varðar. Markmiðið var að börn og fullorðnir gætu á öruggan og auðveldan hátt komist á milli staða í hverfinu án þess að nota bíl og áhersla var lögð á að eyða þörfinni fyrir skutl. Tillagan var söltuð af meirihlutanum, sem þó bókaði um hana fögur orð. Hverfisráð Grafarvogs tók svo tillöguna upp í vor og samþykkti einróma að láta vinna samgöngustefnu fyrir Grafarvog. Var undirrituðum falin umsjón verkefnisins. Nú hafa allir grunn- og leikskólar hverfisins og stórir aðilar í frístundastarfi tekið þátt í því starfi. Stefnunni hefur verið vel tekið af foreldrum og nemendum, sem nýverið settu Íslandsmet í hjólalest. Næsta skref er að minnka þörfina fyrir skutl með því að samræma hringleiðir strætó og frístundastarf í hverfinu. Reynslan af verkefninu er framar vonum en undirstrikar þörfina á að kjörnir fulltrúar láti sig málið varða, tengi saman aðila í hverfinu og fylgi verkefninu eftir í stjórnsýslunni. Í þessu ljósi var tillaga Samfylkingar og VG endurflutt á síðasta fundi Umhverfis- og samgönguráðs. Viðbrögð meirihlutans komu á óvart – tillögunni var vísað frá með þeim rökum að ekki væri æskilegt að borgin hefði frumkvæði að slíkri stefnu. Það gæti dregið úr frumkvæði íbúanna sjálfra. Þetta er undarleg afstaða hjá kjörnum fulltrúum meirihlutans. Þegar fundist hefur markviss leið til að draga úr skutli, efla öryggi og heilbrigði barna og góðan hverfisbrag vilja þeir ekki hafa frumkvæði að henni. Vilja ekki miðla bestu aðferðum á milli hverfa, ryðja úr vegi hindrunum og flýta fyrir því að öll hverfi borgarinnar fái græna samgöngustefnu sem sérstaklega er sniðin að þeirra þörfum. Meirihlutinn vill bíða eftir frumkvæði íbúa sjálfra. Það er gott umhugsunarefni fyrir foreldra í löngum og tíðum skutlferðum í vetur. Hugsanlega mun frumkvæði íbúa í vor koma meirihlutanum á óvart. Höfundur er varaborgarfulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingar í umhverfis- og samgöngumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Fyrir ári fluttu fulltrúar Samfylkingar og VG í Umhverfis- og samgönguráði tillögu um að hefja þegar vinnu við mótun grænnar samgöngustefnu í hverfum borgarinnar í samvinnu við hverfisráð, frístundaaðila, íbúasamtök og aðra sem málið varðar. Markmiðið var að börn og fullorðnir gætu á öruggan og auðveldan hátt komist á milli staða í hverfinu án þess að nota bíl og áhersla var lögð á að eyða þörfinni fyrir skutl. Tillagan var söltuð af meirihlutanum, sem þó bókaði um hana fögur orð. Hverfisráð Grafarvogs tók svo tillöguna upp í vor og samþykkti einróma að láta vinna samgöngustefnu fyrir Grafarvog. Var undirrituðum falin umsjón verkefnisins. Nú hafa allir grunn- og leikskólar hverfisins og stórir aðilar í frístundastarfi tekið þátt í því starfi. Stefnunni hefur verið vel tekið af foreldrum og nemendum, sem nýverið settu Íslandsmet í hjólalest. Næsta skref er að minnka þörfina fyrir skutl með því að samræma hringleiðir strætó og frístundastarf í hverfinu. Reynslan af verkefninu er framar vonum en undirstrikar þörfina á að kjörnir fulltrúar láti sig málið varða, tengi saman aðila í hverfinu og fylgi verkefninu eftir í stjórnsýslunni. Í þessu ljósi var tillaga Samfylkingar og VG endurflutt á síðasta fundi Umhverfis- og samgönguráðs. Viðbrögð meirihlutans komu á óvart – tillögunni var vísað frá með þeim rökum að ekki væri æskilegt að borgin hefði frumkvæði að slíkri stefnu. Það gæti dregið úr frumkvæði íbúanna sjálfra. Þetta er undarleg afstaða hjá kjörnum fulltrúum meirihlutans. Þegar fundist hefur markviss leið til að draga úr skutli, efla öryggi og heilbrigði barna og góðan hverfisbrag vilja þeir ekki hafa frumkvæði að henni. Vilja ekki miðla bestu aðferðum á milli hverfa, ryðja úr vegi hindrunum og flýta fyrir því að öll hverfi borgarinnar fái græna samgöngustefnu sem sérstaklega er sniðin að þeirra þörfum. Meirihlutinn vill bíða eftir frumkvæði íbúa sjálfra. Það er gott umhugsunarefni fyrir foreldra í löngum og tíðum skutlferðum í vetur. Hugsanlega mun frumkvæði íbúa í vor koma meirihlutanum á óvart. Höfundur er varaborgarfulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingar í umhverfis- og samgöngumálum.
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar