Viðskipti innlent

Hagnaður af rekstri Íslandssjóða á fyrri helming ársins

Hagnaður varð af rekstri Íslandssjóða eftir skatta fyrstu 6 mánuðina 2009 upp á 164 milljónir kr. samanborið við 284 milljónir kr. fyrstu sex mánuðina 2008.

Stjórn Íslandssjóða hf., sem er í eigu Íslandsbanka og rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði hefur staðfest árshlutareikning félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2009.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að rekstrargjöld námu 386 milljónum kr. samanborið við 722 milljónir kr. árið áður, og lækkuðu um 46,5%

Hreinar rekstrartekjur námu 579 milljónir kr. samanborið við 1.054 milljónir kr. árið áður, drógust saman um 45,1%

Eigið fé 30. júní 2009 nam 1.195 milljónum kr. en var 1.031 milljónir kr. í ársbyrjun. Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 175,5% í lok júní, en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%.

Fjármunir sjóða í stýringu Íslandssjóða hf. námu 129,5 milljörðrum kr. í lok júní samanborið við 132.9 milljarða kr. í árslok 2008.

Íslandssjóðir hf. sér um stýringu og rekstur á 15 sjóðum, en einnig sér félagið um stýringu á einum verðbréfasjóði og einum vogunarsjóði í Glitni, Asset Management S.A. í Lúxemborg. Heildareignir í stýringu Íslandssjóða hf. í Lúxemborg fyrstu 6 mánuðina nam 3 milljörðum kr. í stað 2,4 milljarða kr. um áramót.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×