Borlaug og bankarnir 12. október 2009 06:00 Nýlegt fráfall bandaríska vísindamannsins Normans Borlaug gefur tilefni til vangaveltna um hagkerfið og grunngildi samfélagsins. Borlaug fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir störf í þágu „grænu byltingarinnar“, sem forðaði hundruðum milljóna frá hungri og breytti efnahagslandslagi heimsins. Fyrir tíma Borlaugs átti heimurinn, með vaxandi fólksfjölda í þróunarlöndum og ónógt aðgengi að matvælum, í hættu að lenda í svokallaðri Malthusar-martröð. Hugsið ykkur hörmungarnar sem land á borð við Indland hefði getað lent í ef tvöföldun íbúafjöldans frá hálfum milljarði, þegar þjóðin var við hungurmörk, hefði átt sér stað í óbreyttu ástandi. Fyrir grænu byltinguna hafði nóbelsverðlaunahagfræðingurinn Gunnar Myrdal spáð Asíu dökkri framtíð í viðjum fátæktar. Þess í stað hefur Asía orðið að hreyfiafli heimshagkerfisins. Sömuleiðis ætti ný og langþráð ákvörðun Afríku um að berjast við hungurdrauginn að vera til marks um mikilvægi Borlaugs. Sú staðreynd að græna byltingin náði aldrei til fátækustu heimsálfunnar, þar sem landbúnaðarframleiðsla er ekki nema þriðjungur af því sem gerist í Asíu, bendir til þess að nægt rými sé til framfara. En auðvitað getur verið að græna byltingin sé ekki nema tímabundið andrými. Ein viðvörun fékkst í ört hækkandi matvælaverði fyrir alþjóðlegu fjármálakreppuna, sem og í minnkandi vexti framleiðninnar í landbúnaði. Landbúnaðargeiri Indlands hefur til dæmis dregist aftur úr öðrum þáttum kraftmikils hagkerfis landsins. Þá virðast tímar hans taldir eftir því sem gengur hratt á grunnvatnsbirgðir þær sem stór hluti landsins reiðir sig á. Andlát hins 95 ára gamla Borlaugs er einnig til áminningar um þá skekkju sem komin er í gildismat okkar. Þegar Borlaug fékk fregnir af verðlaununum, klukkan fjögur að nóttu, var hann þegar kominn til starfa á ökrum Mexíkó, í endalausri baráttunni við að auka framleiðnina í landbúnaði. Þetta gerði hann af hugsjón og sannfæringu um mikilvægi starfa sinna, ekki í von um mikinn fjárhagslegan ávinning. Munurinn er mikill á Borlaug og fjármálaspekingum Wall Street sem keyrðu heiminn fram að hengiflugi eyðileggingarinnar. Þeirra rök voru að til þess að halda starfshvata þyrfti umbun þeirra að vera ríkuleg. Án annarra vegvísa urðu hvatningarkerfi þessara manna þeim sannarlega innblástur — ekki til þess að uppgötva nýjan varning til að létta venjulegu fólki tilveruna eða hjálpa því að takmarka áhættu, heldur til þess að koma hagkerfi heimsins í hættu með skammsýnum ákvörðunum og græðgi. Uppfinningar þeirra sneru að því að fara í kringum reglur bókhalds og fjármálakerfis sem áttu að tryggja gegnsæi, skilvirkni og stöðugleika og koma í veg fyrir arðrán þeirra sem síður eru upplýstir. Samanburðurinn nær líka dýpra. Samfélagsgerð okkar umber ójöfnuð af því að hann er talinn félagslega gagnlegur. Ójöfnuðurinn er það verð sem við greiðum fyrir að hafa til staðar þá hvata sem ýta undir þær gjörðir fólks sem stuðla að félagslegri vellíðan. Í nýklassískum hagfræðikenningum, sem hafa í heila öld verið ráðandi meðal vestrænna ríkja, er því haldið fram að í umbun einstaklingsins endurspeglist smávægilegt framlag hans til samfélagsins, því sem einstaklingurinn bætir við samfélagið. Með velgengninni geri fólk gott. Dæmi Borlaugs og bankamanna okkar afsanna þessa kenningu. Væru nýklassísku kenningarnar réttar hefði Borlaug verið meðal auðugustu manna heims, meðan bankamennirnir hefðu safnast í biðraðir súpueldhúsa. Vitanlega er þó sannleikskorn í nýklassískum kenningum. Ella væru þær tæplega jafn lífseigar og raun ber vitni (þótt vondar hugmyndir virðist oft lifa merkilega lengi innan hagfræðinnar). Einfeldningsleg hagfræði átjándu og nítjándu aldarinnar, þegar nýklassískar kenningar urðu til, hentar samt engan veginn hagkerfum 21. aldarinnar. Í stórfyrirtækjum er oft erfitt að sannreyna framlag einstaklinganna. Slík fyrirtæki eru uppfull af þess háttar umboðsvanda: Á meðan þeim sem ráða (forstjórunum) er ætlað að bera hagsmuni hluthafa fyrir brjósti eru tækifæri þeirra til að vinna að eigin hag mjög mikil — og oft hagnýta þeir sér þau. Forsvarsmenn banka kunna að hafa gengið frá borði með hundruð milljóna Bandaríkjadala, en öllum öðrum í samfélaginu — hluthöfum, handhöfum skuldabréfa, skattgreiðendum, heimiliseigendum, verkafólki — hefur blætt. Fjárfestarnir eru of oft lífeyrissjóðir, sem einnig eiga við umboðsvanda að stríða vegna þess að stjórnendur þeirra taka ákvarðanir fyrir annarra hönd. Í slíkum heimi verður oft munur á hagsmunum einstaklinga og samfélagsins, líkt og bersýnilega má sjá á yfirstandandi kreppu. Trúir því einhver í alvörunni að dugnaður stjórnenda banka í Bandaríkjunum hafi skyndilega aukist svo mjög, í hlutfalli við framlag allra annarra í samfélaginu, að þeir verðskuldi þá stórauknu umbun sem þeir hafa fengið á nýliðnum árum? Trúir því einhver í alvörunni að afrakstur bandarískra forstjóra sé svo miklu meiri en forstjóra í öðrum löndum, þar sem kaupaukar eru hófsamari? Verra er svo líka að í Bandaríkjunum hefur kaupréttur hlutafjár orðið algengasta form slíkra kaupauka — oft meira virði en grunnlaun forstjóranna. Stjórnendum er ríkulega umbunað með hlutafjárkaupréttum, jafnvel þegar hækkandi verð bréfanna á rót sína í verðbólum — og jafnvel þegar hlutabréf sambærilegra fyrirtækja hafa hækkað meira. Ekki kemur á óvart að kaupréttir ýta undir skammsýni og óhóflega áhættusækni, sem og „skapandi bókhald“, sem stjórnendur fyrirtækja um hagkerfið allt hafa fullkomnað með uppátækjum utan efnahagsreikninga. Skakkir hvatar hafa brenglað hagkerfi okkar og samfélag. Við höfum ruglað saman meðölum og tilgangi. Útþaninn fjármálageirinn hefur náð slíkum vexti að í Bandaríkjunum átti yfir fjörutíu prósent af hagnaði fyrirtækja rætur sínar í honum. Verst hafa áhrifin verið á mannauðinn, verðmætustu auðlindina. Fáránlega miklir kaupaukar fjármálageirans hafa laðað sumt efnilegasta fólkið til starfa í bönkunum. Hver veit hversu margir Borlaugar kunna að hafa verið meðal þeirra sem létu glepjast af auðæfum Wall Street og fjármálahverfis Lundúnaborgar? Þótt við hefðum ekki misst nema einn, þá væri heimurinn ómælanlega mikið fátækari. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. ©Project Syndicate. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nýlegt fráfall bandaríska vísindamannsins Normans Borlaug gefur tilefni til vangaveltna um hagkerfið og grunngildi samfélagsins. Borlaug fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir störf í þágu „grænu byltingarinnar“, sem forðaði hundruðum milljóna frá hungri og breytti efnahagslandslagi heimsins. Fyrir tíma Borlaugs átti heimurinn, með vaxandi fólksfjölda í þróunarlöndum og ónógt aðgengi að matvælum, í hættu að lenda í svokallaðri Malthusar-martröð. Hugsið ykkur hörmungarnar sem land á borð við Indland hefði getað lent í ef tvöföldun íbúafjöldans frá hálfum milljarði, þegar þjóðin var við hungurmörk, hefði átt sér stað í óbreyttu ástandi. Fyrir grænu byltinguna hafði nóbelsverðlaunahagfræðingurinn Gunnar Myrdal spáð Asíu dökkri framtíð í viðjum fátæktar. Þess í stað hefur Asía orðið að hreyfiafli heimshagkerfisins. Sömuleiðis ætti ný og langþráð ákvörðun Afríku um að berjast við hungurdrauginn að vera til marks um mikilvægi Borlaugs. Sú staðreynd að græna byltingin náði aldrei til fátækustu heimsálfunnar, þar sem landbúnaðarframleiðsla er ekki nema þriðjungur af því sem gerist í Asíu, bendir til þess að nægt rými sé til framfara. En auðvitað getur verið að græna byltingin sé ekki nema tímabundið andrými. Ein viðvörun fékkst í ört hækkandi matvælaverði fyrir alþjóðlegu fjármálakreppuna, sem og í minnkandi vexti framleiðninnar í landbúnaði. Landbúnaðargeiri Indlands hefur til dæmis dregist aftur úr öðrum þáttum kraftmikils hagkerfis landsins. Þá virðast tímar hans taldir eftir því sem gengur hratt á grunnvatnsbirgðir þær sem stór hluti landsins reiðir sig á. Andlát hins 95 ára gamla Borlaugs er einnig til áminningar um þá skekkju sem komin er í gildismat okkar. Þegar Borlaug fékk fregnir af verðlaununum, klukkan fjögur að nóttu, var hann þegar kominn til starfa á ökrum Mexíkó, í endalausri baráttunni við að auka framleiðnina í landbúnaði. Þetta gerði hann af hugsjón og sannfæringu um mikilvægi starfa sinna, ekki í von um mikinn fjárhagslegan ávinning. Munurinn er mikill á Borlaug og fjármálaspekingum Wall Street sem keyrðu heiminn fram að hengiflugi eyðileggingarinnar. Þeirra rök voru að til þess að halda starfshvata þyrfti umbun þeirra að vera ríkuleg. Án annarra vegvísa urðu hvatningarkerfi þessara manna þeim sannarlega innblástur — ekki til þess að uppgötva nýjan varning til að létta venjulegu fólki tilveruna eða hjálpa því að takmarka áhættu, heldur til þess að koma hagkerfi heimsins í hættu með skammsýnum ákvörðunum og græðgi. Uppfinningar þeirra sneru að því að fara í kringum reglur bókhalds og fjármálakerfis sem áttu að tryggja gegnsæi, skilvirkni og stöðugleika og koma í veg fyrir arðrán þeirra sem síður eru upplýstir. Samanburðurinn nær líka dýpra. Samfélagsgerð okkar umber ójöfnuð af því að hann er talinn félagslega gagnlegur. Ójöfnuðurinn er það verð sem við greiðum fyrir að hafa til staðar þá hvata sem ýta undir þær gjörðir fólks sem stuðla að félagslegri vellíðan. Í nýklassískum hagfræðikenningum, sem hafa í heila öld verið ráðandi meðal vestrænna ríkja, er því haldið fram að í umbun einstaklingsins endurspeglist smávægilegt framlag hans til samfélagsins, því sem einstaklingurinn bætir við samfélagið. Með velgengninni geri fólk gott. Dæmi Borlaugs og bankamanna okkar afsanna þessa kenningu. Væru nýklassísku kenningarnar réttar hefði Borlaug verið meðal auðugustu manna heims, meðan bankamennirnir hefðu safnast í biðraðir súpueldhúsa. Vitanlega er þó sannleikskorn í nýklassískum kenningum. Ella væru þær tæplega jafn lífseigar og raun ber vitni (þótt vondar hugmyndir virðist oft lifa merkilega lengi innan hagfræðinnar). Einfeldningsleg hagfræði átjándu og nítjándu aldarinnar, þegar nýklassískar kenningar urðu til, hentar samt engan veginn hagkerfum 21. aldarinnar. Í stórfyrirtækjum er oft erfitt að sannreyna framlag einstaklinganna. Slík fyrirtæki eru uppfull af þess háttar umboðsvanda: Á meðan þeim sem ráða (forstjórunum) er ætlað að bera hagsmuni hluthafa fyrir brjósti eru tækifæri þeirra til að vinna að eigin hag mjög mikil — og oft hagnýta þeir sér þau. Forsvarsmenn banka kunna að hafa gengið frá borði með hundruð milljóna Bandaríkjadala, en öllum öðrum í samfélaginu — hluthöfum, handhöfum skuldabréfa, skattgreiðendum, heimiliseigendum, verkafólki — hefur blætt. Fjárfestarnir eru of oft lífeyrissjóðir, sem einnig eiga við umboðsvanda að stríða vegna þess að stjórnendur þeirra taka ákvarðanir fyrir annarra hönd. Í slíkum heimi verður oft munur á hagsmunum einstaklinga og samfélagsins, líkt og bersýnilega má sjá á yfirstandandi kreppu. Trúir því einhver í alvörunni að dugnaður stjórnenda banka í Bandaríkjunum hafi skyndilega aukist svo mjög, í hlutfalli við framlag allra annarra í samfélaginu, að þeir verðskuldi þá stórauknu umbun sem þeir hafa fengið á nýliðnum árum? Trúir því einhver í alvörunni að afrakstur bandarískra forstjóra sé svo miklu meiri en forstjóra í öðrum löndum, þar sem kaupaukar eru hófsamari? Verra er svo líka að í Bandaríkjunum hefur kaupréttur hlutafjár orðið algengasta form slíkra kaupauka — oft meira virði en grunnlaun forstjóranna. Stjórnendum er ríkulega umbunað með hlutafjárkaupréttum, jafnvel þegar hækkandi verð bréfanna á rót sína í verðbólum — og jafnvel þegar hlutabréf sambærilegra fyrirtækja hafa hækkað meira. Ekki kemur á óvart að kaupréttir ýta undir skammsýni og óhóflega áhættusækni, sem og „skapandi bókhald“, sem stjórnendur fyrirtækja um hagkerfið allt hafa fullkomnað með uppátækjum utan efnahagsreikninga. Skakkir hvatar hafa brenglað hagkerfi okkar og samfélag. Við höfum ruglað saman meðölum og tilgangi. Útþaninn fjármálageirinn hefur náð slíkum vexti að í Bandaríkjunum átti yfir fjörutíu prósent af hagnaði fyrirtækja rætur sínar í honum. Verst hafa áhrifin verið á mannauðinn, verðmætustu auðlindina. Fáránlega miklir kaupaukar fjármálageirans hafa laðað sumt efnilegasta fólkið til starfa í bönkunum. Hver veit hversu margir Borlaugar kunna að hafa verið meðal þeirra sem létu glepjast af auðæfum Wall Street og fjármálahverfis Lundúnaborgar? Þótt við hefðum ekki misst nema einn, þá væri heimurinn ómælanlega mikið fátækari. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. ©Project Syndicate.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar