Þögn Sigmundar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um Evrópumál skrifar 9. september 2009 06:00 Af hverju heyrist ekkert í formanni Framsóknarflokksins í Evrópumálum? Undirritaður hefur oft velt þessari spurningu fyrir sér eftir flokksþing flokksins í byrjun ársins. Þar var samþykkt metnaðarfull ályktun um Evrópumál, sem sumir reyndar lýstu sem skilyrðum Framsóknarflokksins fyrir því að ESB myndi ganga í Ísland. Gott og vel. Sé leitað í greinasafni MBL, FBL og á bloggi Sigmundar kemur í ljós að hann hefur hins vegar ekkert skrifað um Evrópumál. Sömu sögu er að segja um heimasíðu flokksins, þar skrifa einhverjir aðrir um Evrópumál, s.s. Siv Friðleifsdóttir og Gestur Guðjónsson. Þetta hlýtur því að vekja þá spurningu hvort Sigmundur Davíð hafi áhuga á Evrópumálum. Var hin fína ályktun Framsóknar um Ervrópumál bara til þess að slá ryki í augu fólks, láta líta út sem flokkurinn væri að endurnýja sig? Hvað skýrir þessa þögn Sigmundar gagnvart Evrópu? Hann hefur hins vegar barist hatrammlega fyrir niðurfellingarleið Framsóknar á skuldum, aðferð sem er umdeild. Einnig hefur hann barist hatrammlega gegn Icesave-samningunum og tilheyrir sk. Indefence-hópi. Gott og vel. Sigmundur er mikill baráttumaður. En hann berst ekki fyrir Evrópumálunum, þar er þögn hans æpandi. Framsóknarflokkurinn hefur hag af því að fá hagstæða útkomu út úr aðildarsamningum, ekki bara fyrir alla Íslendinga, heldur einnig fyrir kjarnakjósendur flokksins, bændur. En til þess telur undirritaður að það verði að vera opin umræða um Evrópumál og markmið í þeim málum innan flokksins. Á formaður flokksins ekki að skapa þá umræðu, vera leiðandi innan flokksins í málefninu? Þannig er það ekki í dag. Hver er sýn þín á Evrópusamstarfið, Sigmundur Davíð? Það hlýtur að teljast sérkennilegt að formaður flokks, sem setur fram jafn metnaðarfulla sýn á Evrópumál og Framsóknarflokkurinn gerði, tjái sig svo ekkert um málið og fylgi því ekki eftir. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Af hverju heyrist ekkert í formanni Framsóknarflokksins í Evrópumálum? Undirritaður hefur oft velt þessari spurningu fyrir sér eftir flokksþing flokksins í byrjun ársins. Þar var samþykkt metnaðarfull ályktun um Evrópumál, sem sumir reyndar lýstu sem skilyrðum Framsóknarflokksins fyrir því að ESB myndi ganga í Ísland. Gott og vel. Sé leitað í greinasafni MBL, FBL og á bloggi Sigmundar kemur í ljós að hann hefur hins vegar ekkert skrifað um Evrópumál. Sömu sögu er að segja um heimasíðu flokksins, þar skrifa einhverjir aðrir um Evrópumál, s.s. Siv Friðleifsdóttir og Gestur Guðjónsson. Þetta hlýtur því að vekja þá spurningu hvort Sigmundur Davíð hafi áhuga á Evrópumálum. Var hin fína ályktun Framsóknar um Ervrópumál bara til þess að slá ryki í augu fólks, láta líta út sem flokkurinn væri að endurnýja sig? Hvað skýrir þessa þögn Sigmundar gagnvart Evrópu? Hann hefur hins vegar barist hatrammlega fyrir niðurfellingarleið Framsóknar á skuldum, aðferð sem er umdeild. Einnig hefur hann barist hatrammlega gegn Icesave-samningunum og tilheyrir sk. Indefence-hópi. Gott og vel. Sigmundur er mikill baráttumaður. En hann berst ekki fyrir Evrópumálunum, þar er þögn hans æpandi. Framsóknarflokkurinn hefur hag af því að fá hagstæða útkomu út úr aðildarsamningum, ekki bara fyrir alla Íslendinga, heldur einnig fyrir kjarnakjósendur flokksins, bændur. En til þess telur undirritaður að það verði að vera opin umræða um Evrópumál og markmið í þeim málum innan flokksins. Á formaður flokksins ekki að skapa þá umræðu, vera leiðandi innan flokksins í málefninu? Þannig er það ekki í dag. Hver er sýn þín á Evrópusamstarfið, Sigmundur Davíð? Það hlýtur að teljast sérkennilegt að formaður flokks, sem setur fram jafn metnaðarfulla sýn á Evrópumál og Framsóknarflokkurinn gerði, tjái sig svo ekkert um málið og fylgi því ekki eftir. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar