Innlent

Þrír handteknir vegna kannabisræktunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan upprætir kannabisverksmiðju. Mynd/ Stefán.
Lögreglan upprætir kannabisverksmiðju. Mynd/ Stefán.
Lögregumenn á Seyðisfirði fundu í dag 60 kannabisplöntur og græðlinga við leit í húsi á Seyðisfirði. Að auki var talsvert af laufi í þurrkun og efni tilbúið til dreifingar og sölu. Þrír menn voru handteknir vegna málsins, einn á Seyðisfirði og tveir á Vopnafirði.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni gerðu lögreglumenn á Vopnafirði jafnframt húsleit vegna málsins á sínu svæði. Við húsleitina á Seyðisfirði var fengin til aðstoðar fíkniefnahundur frá Ríkislögreglustjóra og þjálfari hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×