Viðskipti innlent

Nýr kaupandi Magasin í stórviðskiptum við Kaupþing

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Alshair Fiyaz, pakistanski fjárfestirinn, sem keypt hefur hlut í Magasin og Illum var í miklum viðskiptum við Kaupþing samkvæmt upplýsingum úr lánabók Kaupþings í Luxemburg. Lánaheimildir hans hjá bankanum námu 191,1 milljón evra þann 25. september síðastliðinn.

Fiyaz er umsvifamikill fjárfestir og námu afleiðutengd lán Kaupþings til hans 46 milljónum evra. Hans megin fjárfestingarsvið er á stálmarkaðinum en hann á þónokkurn hluta í stærsta stálfyrirtæki í heimi, Arcelor Mittal.

Aðaleigandi Arcelor Mittal er Indverjinn Lakshmi Mittal, ríkasti maður Bretlands og áttundi ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Tekjur fyrirtækisins námu 125 milljörðum dollara á síðasta ári.

Veðin sem Kaupþing tók hjá Pakistananum fyrir lánunum voru margvísleg.

Þau inihéldu hlutabréf í Arcelor Mittal, glæsivillu hans, ásamt öðrum ótilgreindum eignum og innstæðum.

Nánari útlistun á undirliggjandi veðum hans hjá Kaupþingi má sjá hér að neðan:

Hlutabréf Fiyaz í Arcelo Mittal voru metin á 38,9 milljónir evra þann 25. september. Glæsivilla í hans eigu ásamt innstæðum voru metin á 20 milljónir evra og aðrar eignir sem hann veðsetti fyrir lánum sínum hjá Kaupþingi voru metnar á 23,4 milljónir evra.

Samtals námu veðin því 82,3 milljónum evra.








Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×