Vannýttir möguleikar Magnús Orri schram skrifar 13. júní 2009 05:30 Hópur frumkvöðla vinnur að undirbúningi og stofnun heilbrigðisfyrirtækis á Suðurnesjum. Viðskiptahugmynd fyrirtækisins byggir á því að nýta fullkomnar, en vannýttar skurðstofur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og nýta húsnæði á gamla vallarsvæðinu til framhaldsmeðferða og endurhæfingar. Kaupendur þjónustunnar yrðu erlendir opinberir aðilar fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Áætlanir gera ráð fyrir að skapa 300 störf enda nýtur verkefnið mikils stuðnings sveitarfélaga á Suðurnesjum. Það er mikilvægt að blanda ekki viðskiptahugmynd þessa fyrirtækis við einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu, því markmiðið er að nýta betur þá fjárfestingu sem ríkið hefur nú þegar lagt úti, þ.e. í menntun starfsfólks og uppbyggingu hágæða húsnæðis. Fyrirtækið vill leigja aðgerðaaðstöðu af ríkinu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og kaupa þjónustu af fagfólkinu sem starfar á stofnuninni. Stjórnvöld fengju greitt fyrir alla þjónustu sem þau veittu. Hér er semsagt ekki verið að forgangsraða innan heilbrigðiskerfisins og taka þá fram fyrir röðina sem greiða fyrir þjónustuna, heldur fá útlendingar að koma til Íslands í aðgerðir, þegar ekki er verið að nýta húsnæði eða starfsfólk. Ekki má gleyma mikilvægasta hluta þjónustunnar, endurhæfingu að lokinni aðgerð. Endurhæfing varir í 2-3 vikur og verður að vera í nágrenni við sjúkrahúsið. Í því felast mikil tækifæri fyrir Suðurnes. Valkostur frumkvöðlanna er að byggja eigin skurðstofur, og legudeild, en slíkt yrði ákaflega óhagkvæmt fyrir alla aðila. Óþörf fjárfesting, þegar núverandi aðstaða er ekki nýtt að fullu. Það er mikilvægt fyrir ráðuneyti heilbrigðismála að bregðast vel við þessari málaleitan frumkvöðlanna á Suðurnesjunum. Betri nýting á opinberri aðstöðu til verðmætasköpunar í nærumhverfi hlýtur að vera áhugaverð nú á tímum. Ráðherra hefur einnig einstakt tækifæri til að styðja við bakið á helsta vaxtarbroddi íslenskrar ferðaþjónustu, sem er uppbygging heilsuferðaþjónustu. Ísland getur náð frumkvæði í þeirri gerð ferðaþjónustu - með okkar náttúru, hreinu og góðu ímynd matvæla, og svo heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Hópur frumkvöðla vinnur að undirbúningi og stofnun heilbrigðisfyrirtækis á Suðurnesjum. Viðskiptahugmynd fyrirtækisins byggir á því að nýta fullkomnar, en vannýttar skurðstofur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og nýta húsnæði á gamla vallarsvæðinu til framhaldsmeðferða og endurhæfingar. Kaupendur þjónustunnar yrðu erlendir opinberir aðilar fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Áætlanir gera ráð fyrir að skapa 300 störf enda nýtur verkefnið mikils stuðnings sveitarfélaga á Suðurnesjum. Það er mikilvægt að blanda ekki viðskiptahugmynd þessa fyrirtækis við einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu, því markmiðið er að nýta betur þá fjárfestingu sem ríkið hefur nú þegar lagt úti, þ.e. í menntun starfsfólks og uppbyggingu hágæða húsnæðis. Fyrirtækið vill leigja aðgerðaaðstöðu af ríkinu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og kaupa þjónustu af fagfólkinu sem starfar á stofnuninni. Stjórnvöld fengju greitt fyrir alla þjónustu sem þau veittu. Hér er semsagt ekki verið að forgangsraða innan heilbrigðiskerfisins og taka þá fram fyrir röðina sem greiða fyrir þjónustuna, heldur fá útlendingar að koma til Íslands í aðgerðir, þegar ekki er verið að nýta húsnæði eða starfsfólk. Ekki má gleyma mikilvægasta hluta þjónustunnar, endurhæfingu að lokinni aðgerð. Endurhæfing varir í 2-3 vikur og verður að vera í nágrenni við sjúkrahúsið. Í því felast mikil tækifæri fyrir Suðurnes. Valkostur frumkvöðlanna er að byggja eigin skurðstofur, og legudeild, en slíkt yrði ákaflega óhagkvæmt fyrir alla aðila. Óþörf fjárfesting, þegar núverandi aðstaða er ekki nýtt að fullu. Það er mikilvægt fyrir ráðuneyti heilbrigðismála að bregðast vel við þessari málaleitan frumkvöðlanna á Suðurnesjunum. Betri nýting á opinberri aðstöðu til verðmætasköpunar í nærumhverfi hlýtur að vera áhugaverð nú á tímum. Ráðherra hefur einnig einstakt tækifæri til að styðja við bakið á helsta vaxtarbroddi íslenskrar ferðaþjónustu, sem er uppbygging heilsuferðaþjónustu. Ísland getur náð frumkvæði í þeirri gerð ferðaþjónustu - með okkar náttúru, hreinu og góðu ímynd matvæla, og svo heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar