Óvissuferð í boði iðnaðarráðherra 28. desember 2009 06:00 Sigmundur Einarsson skrifar um orkuöflun fyrir álver og gagnaver Viðtal við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í Kastljósi þann 16. desember sl. um fyrirhugað gagnaver á Suðurnesjum vakti verðskuldaða athygli. Nokkuð hefur verið fjallað um viðtalið í fjölmiðlum þar sem aðkoma Björgólfs Thors Björgólfssonar að verkefninu hefur verið harðlega gagnrýnd. En ég varð hugsi yfir því sem ráðherrann sagði um orkumálin. Hún sagði að raforkan fyrir fyrsta hluta gagnaversins ætti að koma úr landsnetinu þar sem nokkrir tugir megavatta ku ganga lausir. Þetta er einkum athyglisvert í ljósi þess að í framsöguerindi fulltrúa Norðuráls á fundi hjá Græna netinu þann 24. október sl. kom skýrt fram að þetta sama lausagöngurafmagn á að nota fyrir fyrsta áfanga álvers í Helguvík. Í öðru lagi sagði iðnaðarráðherra að það væru nýjar fréttir fyrir sig að Landsvirkjun horfði til virkjana í neðri hluta Þjórsár varðandi orkuna fyrir gagnaverið (allt að 140 MW). Ráðherra benti þess í stað á jarðhitasvæðin á suðvesturhorni landsins. Í lagafrumvarpi iðnaðarráðherra um málið kemur fram að gerður hefur verið samningur um raforku við Landsvirkjun. Iðnaðarráðuneytið hefur á undanförnum árum veitt Hitaveitu Suðurnesja (nú HS Orku) og Orkuveitu Reykjavíkur öll helstu rannsóknarleyfi á jarðhitasvæðum á suðvesturhorninu. Þar hefur Landsvirkjun enga aðkomu. Að auki hefur ráðherranum ítrekað verið bent á að orkan úr jarðhitasvæðunum á suðvesturhorninu dugar engan veginn fyrir álverið í Helguvík. Er ráðherrann algerlega úti að aka? Er hún kannski hætt við álverið? Í þriðja lagi sagði iðnaðarráðherra að Rammaáætlun myndi ljúka í næsta mánuði og þá færi að skýrast hvað næst verður á dagskrá í virkjunarmálum hjá okkur Íslendingum. Þessi orð ráðherrans sýna glöggt að yfirsýn á málaflokkinn er ekki til staðar. Rammaáætlun skapar engar orkulindir og harla ólíklegt að hún opni leiðir inn á friðuð svæði. Nær allir aðrir orkukostir eru þegar í umræðunni og á það jafnt við um vatnsafl og jarðvarma. Ætli hún reikni með að friðun verði létt af Gullfossi, Dettifossi eða Torfajökulssvæðinu? Undanfarna mánuði hef ég skrifað greinar um orkulindir þjóðarinnar í vefritið Smuguna (smugan.is – 1. október, 13. nóvember og 27. nóvember sl.). Þar tel ég mig hafa sýnt fram á að ef reist verða þau álver sem áformuð eru sunnan- og norðanlands muni þurfa að virkja nánast alla þá orku sem við eigum í háhitasvæðum. Fáir virðast átta sig á því að álverið í Helguvík þarf næstum 11-falda þá orku sem nú er framleidd í Kröfluvirkjun (11 x 60 MW = 660 MW) og álver á Bakka við Húsavík þarf nánast annað eins. Samtals er þetta liðlega 20-falt afl Kröfluvirkjunar. Álver á Bakka þarf nær alla tiltæka orku úr háhitasvæðum norðanlands, Þeistareykjum, Gjástykki, Kröflu, Námafjalli (Bjarnarflagi) og Fremrinámum og álver í Helguvík þarf alla orku sem eftir er í háhitasvæðum suðvestanlands, Reykjanesi, Eldvörpum, Svartsengi, Krýsuvík, Hengli, Ölkelduhálsi og Kerlingarfjöllum og dugar kannski ekki til. Ég hef óskað eftir svörum iðnaðarráðherra um það hvar eigi að fá orku til að knýja álverið í Helguvík en engin svör fengið. Nú ítreka ég spurningu mína til iðnaðarráðherra. Hvaðan á 630 MW afl fyrir álver í Helguvík að koma og hvaðan eiga að koma 80–140 MW til viðbótar fyrir gagnaver á Suðurnesjum? Svör á borð við djúpborun og aðrar fjarlægar orkuhugmyndir eru ekki tekin gild og heldur ekki að Rammaáætlun muni redda málunum. Og önnur spurning til vara. Hvernig á að bjarga málunum ef orkan, sem enginn veit hvaðan á að koma, reynist ekki vera til? Á íslenska þjóðin að bæta á sig skaðabótum í björgunarsjóð fyrir eigendur ál- og gagnavera? Hvernig væri að byrja á réttum enda í stað þess að æða áfram eins og víkingar í útrás? Ef svörin eru til ætti iðnaðarráðherra ekki að verða skotaskuld úr því að svara. Annars er illt í efni. Þetta reddast ekki einhvern veginn. Hinar óþrjótandi orkulindir Íslands eru hreint ekki óþrjótandi. Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sigmundur Einarsson skrifar um orkuöflun fyrir álver og gagnaver Viðtal við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í Kastljósi þann 16. desember sl. um fyrirhugað gagnaver á Suðurnesjum vakti verðskuldaða athygli. Nokkuð hefur verið fjallað um viðtalið í fjölmiðlum þar sem aðkoma Björgólfs Thors Björgólfssonar að verkefninu hefur verið harðlega gagnrýnd. En ég varð hugsi yfir því sem ráðherrann sagði um orkumálin. Hún sagði að raforkan fyrir fyrsta hluta gagnaversins ætti að koma úr landsnetinu þar sem nokkrir tugir megavatta ku ganga lausir. Þetta er einkum athyglisvert í ljósi þess að í framsöguerindi fulltrúa Norðuráls á fundi hjá Græna netinu þann 24. október sl. kom skýrt fram að þetta sama lausagöngurafmagn á að nota fyrir fyrsta áfanga álvers í Helguvík. Í öðru lagi sagði iðnaðarráðherra að það væru nýjar fréttir fyrir sig að Landsvirkjun horfði til virkjana í neðri hluta Þjórsár varðandi orkuna fyrir gagnaverið (allt að 140 MW). Ráðherra benti þess í stað á jarðhitasvæðin á suðvesturhorni landsins. Í lagafrumvarpi iðnaðarráðherra um málið kemur fram að gerður hefur verið samningur um raforku við Landsvirkjun. Iðnaðarráðuneytið hefur á undanförnum árum veitt Hitaveitu Suðurnesja (nú HS Orku) og Orkuveitu Reykjavíkur öll helstu rannsóknarleyfi á jarðhitasvæðum á suðvesturhorninu. Þar hefur Landsvirkjun enga aðkomu. Að auki hefur ráðherranum ítrekað verið bent á að orkan úr jarðhitasvæðunum á suðvesturhorninu dugar engan veginn fyrir álverið í Helguvík. Er ráðherrann algerlega úti að aka? Er hún kannski hætt við álverið? Í þriðja lagi sagði iðnaðarráðherra að Rammaáætlun myndi ljúka í næsta mánuði og þá færi að skýrast hvað næst verður á dagskrá í virkjunarmálum hjá okkur Íslendingum. Þessi orð ráðherrans sýna glöggt að yfirsýn á málaflokkinn er ekki til staðar. Rammaáætlun skapar engar orkulindir og harla ólíklegt að hún opni leiðir inn á friðuð svæði. Nær allir aðrir orkukostir eru þegar í umræðunni og á það jafnt við um vatnsafl og jarðvarma. Ætli hún reikni með að friðun verði létt af Gullfossi, Dettifossi eða Torfajökulssvæðinu? Undanfarna mánuði hef ég skrifað greinar um orkulindir þjóðarinnar í vefritið Smuguna (smugan.is – 1. október, 13. nóvember og 27. nóvember sl.). Þar tel ég mig hafa sýnt fram á að ef reist verða þau álver sem áformuð eru sunnan- og norðanlands muni þurfa að virkja nánast alla þá orku sem við eigum í háhitasvæðum. Fáir virðast átta sig á því að álverið í Helguvík þarf næstum 11-falda þá orku sem nú er framleidd í Kröfluvirkjun (11 x 60 MW = 660 MW) og álver á Bakka við Húsavík þarf nánast annað eins. Samtals er þetta liðlega 20-falt afl Kröfluvirkjunar. Álver á Bakka þarf nær alla tiltæka orku úr háhitasvæðum norðanlands, Þeistareykjum, Gjástykki, Kröflu, Námafjalli (Bjarnarflagi) og Fremrinámum og álver í Helguvík þarf alla orku sem eftir er í háhitasvæðum suðvestanlands, Reykjanesi, Eldvörpum, Svartsengi, Krýsuvík, Hengli, Ölkelduhálsi og Kerlingarfjöllum og dugar kannski ekki til. Ég hef óskað eftir svörum iðnaðarráðherra um það hvar eigi að fá orku til að knýja álverið í Helguvík en engin svör fengið. Nú ítreka ég spurningu mína til iðnaðarráðherra. Hvaðan á 630 MW afl fyrir álver í Helguvík að koma og hvaðan eiga að koma 80–140 MW til viðbótar fyrir gagnaver á Suðurnesjum? Svör á borð við djúpborun og aðrar fjarlægar orkuhugmyndir eru ekki tekin gild og heldur ekki að Rammaáætlun muni redda málunum. Og önnur spurning til vara. Hvernig á að bjarga málunum ef orkan, sem enginn veit hvaðan á að koma, reynist ekki vera til? Á íslenska þjóðin að bæta á sig skaðabótum í björgunarsjóð fyrir eigendur ál- og gagnavera? Hvernig væri að byrja á réttum enda í stað þess að æða áfram eins og víkingar í útrás? Ef svörin eru til ætti iðnaðarráðherra ekki að verða skotaskuld úr því að svara. Annars er illt í efni. Þetta reddast ekki einhvern veginn. Hinar óþrjótandi orkulindir Íslands eru hreint ekki óþrjótandi. Höfundur er jarðfræðingur.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun