Viðskipti innlent

Vörður fyrsta skrefið í alþjóðavæðingu Föroya Banki

Kaupin á íslenska tryggingarfélaginu Verði voru fyrsta skref Föroya Banki í átt að alþjóðavæðingu bankans. Þetta kemur fram í uppgjöri bankans fyrir þriðja ársfjórðung. Hagnaður bankans jókst um 165% miðað við þriðja ársfjórðung í fyrra.

Hagnaður Föroya banki fyrir skatta á þriðja ársfjórðung nam 58 milljónum danskra kr. eða rúmlega 1,4 milljarði kr. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 22 milljónum danskra kr.

Janus Petersen forstjóri Föroya Banki segir í tilkynningu um uppgjörið að árangur bankans hafi verið stöðugur á þriðja ársfjórðungi og fjárhagsgrunnur bankans sé traustur. Þar að auki hafi bankanum tekist að ná mikilvægum áföngum í stefnu sinni í átt til þess að alþjóðavæða bankann.

Fram kemur í uppgjörinu að kaupin á Verði hafi verið fyrsta skrefið í alþjóðavæðingunni en Vörður var keyptur á um 1,2 milljarða kr. fyrr í ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×