Handbolti

Rosaleg ferna hjá Dinart, Abalo og Fernandez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liðsmenn Ciudad Real sjást hér fagna sigri í Meistaradeildinni í gær.
Liðsmenn Ciudad Real sjást hér fagna sigri í Meistaradeildinni í gær. Mynd/AFP

Þrír félagar Ólafs Stefánssonar í liði Ciudad Real náðu magnaðri fernu á þessu tímabili. Auk þess að vinna Meistaradeildina og spænska titilinn með Ciudad Real þá urðu þeir Ólympíumeistarar með franska landsliðinu í ágúst og síðan heimsmeistarar í febrúarbyrjun.

Leikmennirnir þrír eru varnartröllið Didier Dinart, hornamaðurinn Luc Abalo og stórskyttan Jerome Fernandez. Þeir spila mjög stórt hlutverk með Ciudad Real sem og franska landsliðinu.

Frakkar unnu Íslendinga 28-23 í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking í ágúst en unnu Króata 24-19 í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í Króatíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×