Viðskipti innlent

Berlingske: George Soros gæti keypt Ísland

Danska blaðið Berlingske Tidende fjallar um hvaða lönd ríkustu einstaklingar heimsins gæti keypt fyrir auðæfi sín. Í sjötta sæti af tíu er George Soros en hann gæti keypt Ísland.

Sem stendur er auðæfi George Soros metin á 13 milljarða dollara. Landsframleiðsla Ísland er aftur á móti 12,7 milljarðar dollara, að því er segir í Berlingske.

Efstur á listanum er Bill Gates stofnandi Microsoft. Auðæfi hans nema 48 milljörðum dollara og það nægir til þess að Gates geti keypt landið Costa Rica.

Í öðru sæti kemur svo Warren Buffett en auðæfi hans eru metin á 40 milljarða dollara. Það nægir til þess að Buffett geti fest kaup á Norður-Kóreu sem er með landsframleiðslu upp á sömu upphæð.

Af öðrum á listanum má nefna að Michael Bloomberg, hinn sterkefnaði borgarstjóri í New York gæti hæglega fest kaup á Zambíu fyrir auð sinn upp á 17,5 milljarða dollara. Og Alice Walton, einn erfingja Wal-Mart auðæfanna gæti fest kaup á Mósambik fyrir tæpa 19 milljarða dollara.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×