Einar Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari Fram til loka leiktíðarinnar í N1-deild karla.
Frá þessu er greint á heimasíðu Fram en hann var aðstoðarþjálfari Viggós Sigurðssonar sem var sagt upp störfum í síðustu viku.
Fram tapaði fyrir FH í deildarleik í vikunni og er í sjöunda sæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir sjö leiki, rétt eins og Stjarnan.

