Orku- og umhverfisskattar 29. október 2009 06:00 Talsverð umræða hefur orðið um þau áform ríkisstjórnarinnar sem fram koma í fjárlagafrumvarpi 2010 að taka hér á landi upp orku- og auðlindaskatta. Hafa margir orðið til að bregðast ókvæða við þessum tillögum og sagt þær atlögu að atvinnulífi landsins. Þessi viðbrögð eru sérkennileg í ljósi umræðu og aðgerða á sviði orku- og skattamála um allan hinn iðnvædda heim. Eins og oft áður virðist umræða hér á landi beinast í sértæka hagsmunagæslu og skotgrafahernað en ekki málefnalega umræðu um þessa tegund skatta. Reynsla SvíaÁrið 1991 tóku Svíar upp sk. kolefnisskatt á jarðefnaeldsneyti. Þar er þessi skattur nú um 150$ á hvert losað tonn kolefnis sem jafngildir um 7500 kr. á hvert tonn koltví-sýrings. Þetta þýðir m.a. að rúmlega 40 kr. kolefnisskattur er lagður á hvern lítra bensíns þar í landi. Varðandi fyrirtækin fóru Svíar þá leið að hafa skattinn helmingi lægri á hvert losað tonn CO2. Svo góð reynsla er af þessu fyrirkomulagi, að nú er Svíþjóð talið forystu- og fyrirmyndarland heimsins í umhverfis málum. Er þar einkum vísað til þess að síðan 1990 hefur losun gróður húsa lofttegunda minnkað um 9% á sama tíma og raunhagvöxtur hefur verið um 44%. Fullyrða Svíar að útblástur á CO2 væri a.m.k. 20% meiri í landinu ef þessi skatt lagning hefði ekki komið til. Ekki er að sjá að atvinnulífið hafi beðið skaða af þessari skattlagningu þar sem Svíþjóð er í hópi sam-keppnishæfustu landa heims.Innan ESB hefur verið mótuð sú meginstefna að innleiða viðskiptakerfi með losunarheimildir á gróðurhúsalofttegundir, sk. ETS-kerfi. Í því kerfi er nú öll raforkufram-leiðsla með jarðefnaeldsneyti og á næstu árum munu væntanlega stærstu losunaraðilar gróðurhúsalofttegunda innan ESB bætast við það. Allmörg lönd innan ESB hafa tekið upp skatta á kolefnisútblástur og eru þar helst Þýskaland, Holland og Danmörk auk Svíþjóðar og Finnlands sem áður voru nefnd. Sl. sumar vakti það sérstaka athygli að Frakkland ákvað að taka upp kolefnisskatta strax um næstu áramót. Ekki er gert ráð fyrir aukinni skattheimtu þar í landi heldur á að lækka aðra skatta á móti. Nú í byrjun október lagði fjármálaráðherra Svía, sem fara með forystu í ESB á þessu misseri, til að innleiddir yrðu kolefnisskattar í öllu ESB. Hefur því verið vel tekið af hálfu skattyfirvalda sambandsins.Og Bandaríkin eru líka komin af stað í þessa átt. Í Kaliforníu og Colorado er þegar ákveðið að fara þessa leið og sama má segja um ýmis fylki Kanada. Allt bendir til þess að eitt olíu frekasta ríki heims, Ástralía, fari inn á braut skattlagningar á losun CO2. Hvort farin er leið skattlagningar eða viðskiptakerfa eða hvort tveggja skiptir ekki öllu máli enda fari úthlutun þeirra takmörkuðu gæða sem til staðar eru fram á markaðslegum forsendum.Verð á raforku og eldsneytiÍ ljósi umræðunnar um hugsanlega skatta á raforku hér er fróðlegt að skoða raforkuverð í helstu samkeppnisríkjum okkar. Meðalverð til almennra notenda í 27 ríkjum ESB er nálægt 30 kr./kWh eða frá um 15 kr./kWh í Búlgaríu í um 50 kr./kWh í Danmörku. Hér á landi eru sambærilegar tölur um 10 kr./kWh. Þannig er raforkuverð hér um þriðjungur þess sem það er að jafnaði í ESB. Enn meiri munur er þegar um raforku til almennra fyrirtækja er að ræða.Í umræðu hér er einnig talað um ofurskatta á eldsneyti í samgöngum. Þegar verð á bensíni er skoðað í löndum ESB kemur annað í ljós. Meðalverð er þar um 1.20€ eða um 220 kr/lítra. Er Eistland eina ríkið innan ESB sem er með lægra bensínverð (um 175 kr/l) en Ísland. Hæst er það í Hollandi og Noregi um 260 kr/lítra.Ný skattastefnaÍ þeim löndum sem hafa innleitt kolefnisskatta hefur markmiðið ekki verið að auka skatttekjur. Ekkert samband er því milli þess hvort innleiða á umhverfis- og orkuskatta og þess hvort auka þarf tekjur ríkisins, eins og þarf væntanlega að gera tímabundið hér á landi. Loftslagsbreytingar, umhverfispjöll og vaxandi ofnýting á auðlindum jarðar er hins vegar svo stórt vandamál að við því verður að bregðast. Fjölmargir heimsþekktir hagfræðingar hafa því hvatt til þess að skattleggja losun kolefnis, mengun og notkun takmarkaðra auðlinda en lækka skatta á vinnu. Slíkt myndi ekki bara hvetja til sjálfbærni heldur einnig auka hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Þá bæta slíkir skattar skil í skattheimtu þar sem þeir eru einfaldari í álagningu og innheimtu en margt annað í skattkerfinu.Íslendingar eru nú þegar mestu orkuhákar heims og nota um þrisvar sinnum meiri orku á mann en t.d. Bandaríkjamenn. Þótt um 80% af þessari orku sé umhverfisvæn og fari til stóriðju er það umhugsunarefni hvort við ætlum að byggja hagkerfi okkar á enn frekari orkuvinnslu og málmbræðslu. Það getur varla verið keppikefli okkar að verða helsta lágverðsríki og skattaparadís heimsins á orku sem alls staðar er vaxandi skortur á. Nærtækara er að nýta kolefnislausa orku okkar í að framleiða eldsneyti í stað þess sem nú er flutt inn og verða þannig fyrsta ríki heims til að verða bæði sjálfbært, mengunarlaust, kolefnisjafnað og óháð öðrum um alla orku sem við þurfum. Slík umhverfisleg forysta gæti stórbætt orðspor landsins á alþjóðavettvangi og skapað meiri efnahagslegan ávinning fyrir þjóðina en að fjölga enn frekar áleggjum í lífskjarakörfu okkar.Höfundur er veðurfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Talsverð umræða hefur orðið um þau áform ríkisstjórnarinnar sem fram koma í fjárlagafrumvarpi 2010 að taka hér á landi upp orku- og auðlindaskatta. Hafa margir orðið til að bregðast ókvæða við þessum tillögum og sagt þær atlögu að atvinnulífi landsins. Þessi viðbrögð eru sérkennileg í ljósi umræðu og aðgerða á sviði orku- og skattamála um allan hinn iðnvædda heim. Eins og oft áður virðist umræða hér á landi beinast í sértæka hagsmunagæslu og skotgrafahernað en ekki málefnalega umræðu um þessa tegund skatta. Reynsla SvíaÁrið 1991 tóku Svíar upp sk. kolefnisskatt á jarðefnaeldsneyti. Þar er þessi skattur nú um 150$ á hvert losað tonn kolefnis sem jafngildir um 7500 kr. á hvert tonn koltví-sýrings. Þetta þýðir m.a. að rúmlega 40 kr. kolefnisskattur er lagður á hvern lítra bensíns þar í landi. Varðandi fyrirtækin fóru Svíar þá leið að hafa skattinn helmingi lægri á hvert losað tonn CO2. Svo góð reynsla er af þessu fyrirkomulagi, að nú er Svíþjóð talið forystu- og fyrirmyndarland heimsins í umhverfis málum. Er þar einkum vísað til þess að síðan 1990 hefur losun gróður húsa lofttegunda minnkað um 9% á sama tíma og raunhagvöxtur hefur verið um 44%. Fullyrða Svíar að útblástur á CO2 væri a.m.k. 20% meiri í landinu ef þessi skatt lagning hefði ekki komið til. Ekki er að sjá að atvinnulífið hafi beðið skaða af þessari skattlagningu þar sem Svíþjóð er í hópi sam-keppnishæfustu landa heims.Innan ESB hefur verið mótuð sú meginstefna að innleiða viðskiptakerfi með losunarheimildir á gróðurhúsalofttegundir, sk. ETS-kerfi. Í því kerfi er nú öll raforkufram-leiðsla með jarðefnaeldsneyti og á næstu árum munu væntanlega stærstu losunaraðilar gróðurhúsalofttegunda innan ESB bætast við það. Allmörg lönd innan ESB hafa tekið upp skatta á kolefnisútblástur og eru þar helst Þýskaland, Holland og Danmörk auk Svíþjóðar og Finnlands sem áður voru nefnd. Sl. sumar vakti það sérstaka athygli að Frakkland ákvað að taka upp kolefnisskatta strax um næstu áramót. Ekki er gert ráð fyrir aukinni skattheimtu þar í landi heldur á að lækka aðra skatta á móti. Nú í byrjun október lagði fjármálaráðherra Svía, sem fara með forystu í ESB á þessu misseri, til að innleiddir yrðu kolefnisskattar í öllu ESB. Hefur því verið vel tekið af hálfu skattyfirvalda sambandsins.Og Bandaríkin eru líka komin af stað í þessa átt. Í Kaliforníu og Colorado er þegar ákveðið að fara þessa leið og sama má segja um ýmis fylki Kanada. Allt bendir til þess að eitt olíu frekasta ríki heims, Ástralía, fari inn á braut skattlagningar á losun CO2. Hvort farin er leið skattlagningar eða viðskiptakerfa eða hvort tveggja skiptir ekki öllu máli enda fari úthlutun þeirra takmörkuðu gæða sem til staðar eru fram á markaðslegum forsendum.Verð á raforku og eldsneytiÍ ljósi umræðunnar um hugsanlega skatta á raforku hér er fróðlegt að skoða raforkuverð í helstu samkeppnisríkjum okkar. Meðalverð til almennra notenda í 27 ríkjum ESB er nálægt 30 kr./kWh eða frá um 15 kr./kWh í Búlgaríu í um 50 kr./kWh í Danmörku. Hér á landi eru sambærilegar tölur um 10 kr./kWh. Þannig er raforkuverð hér um þriðjungur þess sem það er að jafnaði í ESB. Enn meiri munur er þegar um raforku til almennra fyrirtækja er að ræða.Í umræðu hér er einnig talað um ofurskatta á eldsneyti í samgöngum. Þegar verð á bensíni er skoðað í löndum ESB kemur annað í ljós. Meðalverð er þar um 1.20€ eða um 220 kr/lítra. Er Eistland eina ríkið innan ESB sem er með lægra bensínverð (um 175 kr/l) en Ísland. Hæst er það í Hollandi og Noregi um 260 kr/lítra.Ný skattastefnaÍ þeim löndum sem hafa innleitt kolefnisskatta hefur markmiðið ekki verið að auka skatttekjur. Ekkert samband er því milli þess hvort innleiða á umhverfis- og orkuskatta og þess hvort auka þarf tekjur ríkisins, eins og þarf væntanlega að gera tímabundið hér á landi. Loftslagsbreytingar, umhverfispjöll og vaxandi ofnýting á auðlindum jarðar er hins vegar svo stórt vandamál að við því verður að bregðast. Fjölmargir heimsþekktir hagfræðingar hafa því hvatt til þess að skattleggja losun kolefnis, mengun og notkun takmarkaðra auðlinda en lækka skatta á vinnu. Slíkt myndi ekki bara hvetja til sjálfbærni heldur einnig auka hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Þá bæta slíkir skattar skil í skattheimtu þar sem þeir eru einfaldari í álagningu og innheimtu en margt annað í skattkerfinu.Íslendingar eru nú þegar mestu orkuhákar heims og nota um þrisvar sinnum meiri orku á mann en t.d. Bandaríkjamenn. Þótt um 80% af þessari orku sé umhverfisvæn og fari til stóriðju er það umhugsunarefni hvort við ætlum að byggja hagkerfi okkar á enn frekari orkuvinnslu og málmbræðslu. Það getur varla verið keppikefli okkar að verða helsta lágverðsríki og skattaparadís heimsins á orku sem alls staðar er vaxandi skortur á. Nærtækara er að nýta kolefnislausa orku okkar í að framleiða eldsneyti í stað þess sem nú er flutt inn og verða þannig fyrsta ríki heims til að verða bæði sjálfbært, mengunarlaust, kolefnisjafnað og óháð öðrum um alla orku sem við þurfum. Slík umhverfisleg forysta gæti stórbætt orðspor landsins á alþjóðavettvangi og skapað meiri efnahagslegan ávinning fyrir þjóðina en að fjölga enn frekar áleggjum í lífskjarakörfu okkar.Höfundur er veðurfræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar