Erum við of kærulaus? sigurlaug hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2009 06:00 Kynlíf líta flestir á sem mikilvægan hluta af sjálfum sér og lífi sínu. Það getur treyst sambönd og gefið lífinu meiri lit. Sé kynlíf stundað með ábyrgð veitir það gjarnan mikla ánægju og vellíðan, kraft og hamingju. Að ýmsu þarf að huga ef svo á að verða. Gagnkvæm virðing, traust og hlýja þarf að ríkja milli þeirra sem í hlut eiga auk virðingar fyrir sjálfum sér. Einnig þarf að koma til þroski til að kunna að tjá sig, setja mörk og virða þau, gefa og þiggja og tryggja öryggi kynlífsins. Vanti eitthvað upp á getur það spillt ánægjunni. Skoðum síðastnefnda þáttinn - öryggið. Öryggið alltaf á oddinum?Flestir standa sig vel, en tölfræðin segir að við gætum staðið okkur betur. Rannsókn á um 2000 ungmennum í 10. bekkjum grunnskólanna árið 2006 sýndi að 20% þeirra notuðu engar verjur við síðustu kynmök. Sumir notuðu bara pilluna en ekki smokk þó að pillan fyrirbyggi eingöngu þungun en verndi ekki gegn kynsjúkdómum. Rannsóknir hafa sýnt að ungt fólk er samt duglegra að nota smokkinn en hinir eldri. Smokkurinn er og verður besta forvörnin gegn kynsjúkdómum. Eru kynsjúkdómar algengir?Tölfræðin segir okkur að Íslendingar eiga klamydíumet á Norðurlöndunum en um fimm manns greinast á dag, flestir á aldrinum 15-25 ára. Í hverjum mánuði greinast fjórir með lifrarbólgu B, tæplega tveir með lekanda og einn með HIV. Samkvæmt könnun læknanema árið 2008 hélt tíundi hver unglingur að HIV væri læknanlegur sjúkdómur, en hann er lífshættulegur taki maður ekki daglega inn lyf alla sína ævi. Nýleg rannsókn sýndi að 12% íslenskra kvenna 18-45 ára höfðu fengið kynfæravörtur, en HPV-veirur, sem valda vörtunum, geta einnig orsakað leghálskrabbamein. Í mörgum löndum er talið að um þriðjungur fólks sé með kynfæraáblástur (herpes), en aðeins fjórði hver viti um smit sitt. Kynsjúkdómar eru algengari en mann grunar og smitist maður af einum þeirra greiðir það oft leiðina fyrir smitun á öðrum, m.a. á HIV. Hví smitast svona margir?Sumir kynsjúkdómar eru einkennalausir og margir eru því grandalausir um að þeir séu smitaðir. Þótt kynfæri væru skoðuð með vasaljósi þurfa ekki að sjást nein einkenni eins og sár, útferð eða bólur. Flestir stunda því kynlíf í góðri trú og telja sig jafnvel geta sýnt hinum aðilanum traust með því að sleppa smokknum. Þetta er í lagi, þekki maður í reynd eigið ástand og hins aðilans líka. Séu stunduð skyndikynni hefur maður í rauninni ekki aðeins mök við einn aðila heldur fjölda fólks sem bólfélaginn hefur sofið hjá áður og svo koll af kolli, og ekki ólíklegt að einhver þeirra sé með kynsjúkdóm, sem hann eða hún veit ekkert um. Það er því hvorki ráðlegt né traustvekjandi að sleppa smokknum í skyndikynnum. Um tvær meginreglur er að ræða: Ef maður þekkir ekki nógu vel deili á hinum aðilanum skal alltaf nota smokk og nota hann rétt. Ef hins vegar á sér stað slys, smokkurinn gleymist eða rifnar, þarf að fara sem fyrst til læknis í skoðun til að kanna hugsanlegt smit. Líka þegar engin einkenni eru til staðar! Suma kynsjúkdóma er hægt að lækna eins og klamydíu, lekanda og sárasótt. Aðra er maður með alla ævi eins og HIV, herpes og kynfæravörtur, en meðferð getur dregið úr alvarleika þeirra. Til er bólusetning fyrir ungar stúlkur gegn HPV-veirum sem aðstandendur greiða í dag. Hvert skal leita?Allir geta farið í skoðun til heimilislæknisins/heilsugæslustöðina og á göngudeild húð- og kynsjúkdóma á Landspítalanum í Fossvogi. Þar vinna sérfræðingar í kynsjúkdómum. Þá er líka hægt að fara á Læknavaktina í Kópavogi sem er opin alla virka daga kl. 17-23.30 og um helgar. Konur geta jafnframt farið til kvensjúkdómalækna og karlar til þvagfæraskurðlækna. Kostnaður?Ekki þarf að greiða komugjald á heilsugæslustöðvum ef einungis er leitað aðstoðar vegna mögulegra kynsjúkdóma. Meðferð og lyf við alvarlegustu kynsjúkdómunum eins og HIV, sárasótt, lekanda og klamydíu er öllum að kostnaðarlausu. Fólk ætti endilega að nýta sér þessa þjónustu betur, því sjálfu og öðrum til góðs. Hvað viltu?Við burstum tennur til að forðast tannskemmdir. Ættum við ekki að sama skapi að nota smokkinn í skyndikynnum til að fyrirbyggja kynsjúkdóma? Öryggi í kynlífi er okkur mikils virði og við ein getum best tryggt að svo verði. Göngum því örugg um gleðinnar dyr og forðumst neikvæðar afleiðingar kynlífs. Sýnum ábyrgð svo kynlífið verði sem ánægjulegast! Höfundur er félagsráðgjafi á Landspítalanum og hjá Landlæknisembættinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Kynlíf líta flestir á sem mikilvægan hluta af sjálfum sér og lífi sínu. Það getur treyst sambönd og gefið lífinu meiri lit. Sé kynlíf stundað með ábyrgð veitir það gjarnan mikla ánægju og vellíðan, kraft og hamingju. Að ýmsu þarf að huga ef svo á að verða. Gagnkvæm virðing, traust og hlýja þarf að ríkja milli þeirra sem í hlut eiga auk virðingar fyrir sjálfum sér. Einnig þarf að koma til þroski til að kunna að tjá sig, setja mörk og virða þau, gefa og þiggja og tryggja öryggi kynlífsins. Vanti eitthvað upp á getur það spillt ánægjunni. Skoðum síðastnefnda þáttinn - öryggið. Öryggið alltaf á oddinum?Flestir standa sig vel, en tölfræðin segir að við gætum staðið okkur betur. Rannsókn á um 2000 ungmennum í 10. bekkjum grunnskólanna árið 2006 sýndi að 20% þeirra notuðu engar verjur við síðustu kynmök. Sumir notuðu bara pilluna en ekki smokk þó að pillan fyrirbyggi eingöngu þungun en verndi ekki gegn kynsjúkdómum. Rannsóknir hafa sýnt að ungt fólk er samt duglegra að nota smokkinn en hinir eldri. Smokkurinn er og verður besta forvörnin gegn kynsjúkdómum. Eru kynsjúkdómar algengir?Tölfræðin segir okkur að Íslendingar eiga klamydíumet á Norðurlöndunum en um fimm manns greinast á dag, flestir á aldrinum 15-25 ára. Í hverjum mánuði greinast fjórir með lifrarbólgu B, tæplega tveir með lekanda og einn með HIV. Samkvæmt könnun læknanema árið 2008 hélt tíundi hver unglingur að HIV væri læknanlegur sjúkdómur, en hann er lífshættulegur taki maður ekki daglega inn lyf alla sína ævi. Nýleg rannsókn sýndi að 12% íslenskra kvenna 18-45 ára höfðu fengið kynfæravörtur, en HPV-veirur, sem valda vörtunum, geta einnig orsakað leghálskrabbamein. Í mörgum löndum er talið að um þriðjungur fólks sé með kynfæraáblástur (herpes), en aðeins fjórði hver viti um smit sitt. Kynsjúkdómar eru algengari en mann grunar og smitist maður af einum þeirra greiðir það oft leiðina fyrir smitun á öðrum, m.a. á HIV. Hví smitast svona margir?Sumir kynsjúkdómar eru einkennalausir og margir eru því grandalausir um að þeir séu smitaðir. Þótt kynfæri væru skoðuð með vasaljósi þurfa ekki að sjást nein einkenni eins og sár, útferð eða bólur. Flestir stunda því kynlíf í góðri trú og telja sig jafnvel geta sýnt hinum aðilanum traust með því að sleppa smokknum. Þetta er í lagi, þekki maður í reynd eigið ástand og hins aðilans líka. Séu stunduð skyndikynni hefur maður í rauninni ekki aðeins mök við einn aðila heldur fjölda fólks sem bólfélaginn hefur sofið hjá áður og svo koll af kolli, og ekki ólíklegt að einhver þeirra sé með kynsjúkdóm, sem hann eða hún veit ekkert um. Það er því hvorki ráðlegt né traustvekjandi að sleppa smokknum í skyndikynnum. Um tvær meginreglur er að ræða: Ef maður þekkir ekki nógu vel deili á hinum aðilanum skal alltaf nota smokk og nota hann rétt. Ef hins vegar á sér stað slys, smokkurinn gleymist eða rifnar, þarf að fara sem fyrst til læknis í skoðun til að kanna hugsanlegt smit. Líka þegar engin einkenni eru til staðar! Suma kynsjúkdóma er hægt að lækna eins og klamydíu, lekanda og sárasótt. Aðra er maður með alla ævi eins og HIV, herpes og kynfæravörtur, en meðferð getur dregið úr alvarleika þeirra. Til er bólusetning fyrir ungar stúlkur gegn HPV-veirum sem aðstandendur greiða í dag. Hvert skal leita?Allir geta farið í skoðun til heimilislæknisins/heilsugæslustöðina og á göngudeild húð- og kynsjúkdóma á Landspítalanum í Fossvogi. Þar vinna sérfræðingar í kynsjúkdómum. Þá er líka hægt að fara á Læknavaktina í Kópavogi sem er opin alla virka daga kl. 17-23.30 og um helgar. Konur geta jafnframt farið til kvensjúkdómalækna og karlar til þvagfæraskurðlækna. Kostnaður?Ekki þarf að greiða komugjald á heilsugæslustöðvum ef einungis er leitað aðstoðar vegna mögulegra kynsjúkdóma. Meðferð og lyf við alvarlegustu kynsjúkdómunum eins og HIV, sárasótt, lekanda og klamydíu er öllum að kostnaðarlausu. Fólk ætti endilega að nýta sér þessa þjónustu betur, því sjálfu og öðrum til góðs. Hvað viltu?Við burstum tennur til að forðast tannskemmdir. Ættum við ekki að sama skapi að nota smokkinn í skyndikynnum til að fyrirbyggja kynsjúkdóma? Öryggi í kynlífi er okkur mikils virði og við ein getum best tryggt að svo verði. Göngum því örugg um gleðinnar dyr og forðumst neikvæðar afleiðingar kynlífs. Sýnum ábyrgð svo kynlífið verði sem ánægjulegast! Höfundur er félagsráðgjafi á Landspítalanum og hjá Landlæknisembættinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar