LÍÚ: Reglur sjávarútvegsráðherra brot á samningi við ESB 9. desember 2009 15:26 Framkvæmdastjóri LÍÚ, Friðrik J. Arngrímsson, segir nýjar reglur sjávarútvegsráðherra um 5% álag til aflamarks á útflutning ísfisks frá og með 1. janúar næstkomandi fela í sér mismunun. Þær séu jafnframt brot á samningi Íslands og ESB um bættan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir. Þá megi leiða að því líkum, að þær feli í sér tæknilegar viðskiptahindranir sem gangi í berhögg við EES samninginn um fríverslun með sjávarafurðir til aðildarríkja ESB. Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ. „Við mótmælum þessu útflutningsálagi," segir Friðrik og bendir á að álagið feli í sér mismunun á milli útgerða eftir því hvernig þær ráðstafi aflanum. „Það er margt annað en tímaþátturinn sem hefur áhrif á rýrnun afla frá því hann er veiddur og þar til hann er vigtaður. Því væri rétt að skoða vigtarmálin í heild sinni í stað þess að taka einn þátt þeirra fyrir. Það er vitað að fiskur rýrnar almennt ekki um 5% við það eitt að vera fluttur á erlendan ísfiskmarkað. Til eru rannsóknir sem sýna að rýrnun er mismunandi eftir einstökum tegundum en hún er t.d. mun minni en 5% í þorski," segir Friðrik. Hann segir því engin rök fyrir því að nota þá prósentutölu við ákvörðun álagsins. Þá eru nýju reglurnar að sögn Friðriks brot á samningi á milli Íslands og Evrópusambandsins um bættan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir. Í kjölfar þess samnings var þáverandi álag afnumið þann 1. september 2007. „Þar sem þetta ákvæði beinist aðeins að fiski sem seldur er ísaður á markaði erlendis má einnig leiða að því líkum að hér sé verið að beita tæknilegum hindrunum til þess að draga úr þeim viðskiptum. Það stangast á við bókun 9 við EES samninginn um fríverslun með fisk og aðrar sjávarafurðir til aðildarríkja ESB." Friðrik segir ólíðandi fyrir útvegsmenn að standa frammi fyrir því aftur og aftur að settar séu reglur sem mismuni útgerðum. „Af hverju er til dæmis ekki fyrir löngu búið að leiðrétta slægingarstuðla, sem leiða til rangrar vigtunar og skráningar til aflamarks? Það óréttlæti hefur lengi viðgengist. " Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Framkvæmdastjóri LÍÚ, Friðrik J. Arngrímsson, segir nýjar reglur sjávarútvegsráðherra um 5% álag til aflamarks á útflutning ísfisks frá og með 1. janúar næstkomandi fela í sér mismunun. Þær séu jafnframt brot á samningi Íslands og ESB um bættan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir. Þá megi leiða að því líkum, að þær feli í sér tæknilegar viðskiptahindranir sem gangi í berhögg við EES samninginn um fríverslun með sjávarafurðir til aðildarríkja ESB. Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ. „Við mótmælum þessu útflutningsálagi," segir Friðrik og bendir á að álagið feli í sér mismunun á milli útgerða eftir því hvernig þær ráðstafi aflanum. „Það er margt annað en tímaþátturinn sem hefur áhrif á rýrnun afla frá því hann er veiddur og þar til hann er vigtaður. Því væri rétt að skoða vigtarmálin í heild sinni í stað þess að taka einn þátt þeirra fyrir. Það er vitað að fiskur rýrnar almennt ekki um 5% við það eitt að vera fluttur á erlendan ísfiskmarkað. Til eru rannsóknir sem sýna að rýrnun er mismunandi eftir einstökum tegundum en hún er t.d. mun minni en 5% í þorski," segir Friðrik. Hann segir því engin rök fyrir því að nota þá prósentutölu við ákvörðun álagsins. Þá eru nýju reglurnar að sögn Friðriks brot á samningi á milli Íslands og Evrópusambandsins um bættan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir. Í kjölfar þess samnings var þáverandi álag afnumið þann 1. september 2007. „Þar sem þetta ákvæði beinist aðeins að fiski sem seldur er ísaður á markaði erlendis má einnig leiða að því líkum að hér sé verið að beita tæknilegum hindrunum til þess að draga úr þeim viðskiptum. Það stangast á við bókun 9 við EES samninginn um fríverslun með fisk og aðrar sjávarafurðir til aðildarríkja ESB." Friðrik segir ólíðandi fyrir útvegsmenn að standa frammi fyrir því aftur og aftur að settar séu reglur sem mismuni útgerðum. „Af hverju er til dæmis ekki fyrir löngu búið að leiðrétta slægingarstuðla, sem leiða til rangrar vigtunar og skráningar til aflamarks? Það óréttlæti hefur lengi viðgengist. "
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira