LÍÚ: Reglur sjávarútvegsráðherra brot á samningi við ESB 9. desember 2009 15:26 Framkvæmdastjóri LÍÚ, Friðrik J. Arngrímsson, segir nýjar reglur sjávarútvegsráðherra um 5% álag til aflamarks á útflutning ísfisks frá og með 1. janúar næstkomandi fela í sér mismunun. Þær séu jafnframt brot á samningi Íslands og ESB um bættan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir. Þá megi leiða að því líkum, að þær feli í sér tæknilegar viðskiptahindranir sem gangi í berhögg við EES samninginn um fríverslun með sjávarafurðir til aðildarríkja ESB. Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ. „Við mótmælum þessu útflutningsálagi," segir Friðrik og bendir á að álagið feli í sér mismunun á milli útgerða eftir því hvernig þær ráðstafi aflanum. „Það er margt annað en tímaþátturinn sem hefur áhrif á rýrnun afla frá því hann er veiddur og þar til hann er vigtaður. Því væri rétt að skoða vigtarmálin í heild sinni í stað þess að taka einn þátt þeirra fyrir. Það er vitað að fiskur rýrnar almennt ekki um 5% við það eitt að vera fluttur á erlendan ísfiskmarkað. Til eru rannsóknir sem sýna að rýrnun er mismunandi eftir einstökum tegundum en hún er t.d. mun minni en 5% í þorski," segir Friðrik. Hann segir því engin rök fyrir því að nota þá prósentutölu við ákvörðun álagsins. Þá eru nýju reglurnar að sögn Friðriks brot á samningi á milli Íslands og Evrópusambandsins um bættan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir. Í kjölfar þess samnings var þáverandi álag afnumið þann 1. september 2007. „Þar sem þetta ákvæði beinist aðeins að fiski sem seldur er ísaður á markaði erlendis má einnig leiða að því líkum að hér sé verið að beita tæknilegum hindrunum til þess að draga úr þeim viðskiptum. Það stangast á við bókun 9 við EES samninginn um fríverslun með fisk og aðrar sjávarafurðir til aðildarríkja ESB." Friðrik segir ólíðandi fyrir útvegsmenn að standa frammi fyrir því aftur og aftur að settar séu reglur sem mismuni útgerðum. „Af hverju er til dæmis ekki fyrir löngu búið að leiðrétta slægingarstuðla, sem leiða til rangrar vigtunar og skráningar til aflamarks? Það óréttlæti hefur lengi viðgengist. " Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Framkvæmdastjóri LÍÚ, Friðrik J. Arngrímsson, segir nýjar reglur sjávarútvegsráðherra um 5% álag til aflamarks á útflutning ísfisks frá og með 1. janúar næstkomandi fela í sér mismunun. Þær séu jafnframt brot á samningi Íslands og ESB um bættan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir. Þá megi leiða að því líkum, að þær feli í sér tæknilegar viðskiptahindranir sem gangi í berhögg við EES samninginn um fríverslun með sjávarafurðir til aðildarríkja ESB. Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ. „Við mótmælum þessu útflutningsálagi," segir Friðrik og bendir á að álagið feli í sér mismunun á milli útgerða eftir því hvernig þær ráðstafi aflanum. „Það er margt annað en tímaþátturinn sem hefur áhrif á rýrnun afla frá því hann er veiddur og þar til hann er vigtaður. Því væri rétt að skoða vigtarmálin í heild sinni í stað þess að taka einn þátt þeirra fyrir. Það er vitað að fiskur rýrnar almennt ekki um 5% við það eitt að vera fluttur á erlendan ísfiskmarkað. Til eru rannsóknir sem sýna að rýrnun er mismunandi eftir einstökum tegundum en hún er t.d. mun minni en 5% í þorski," segir Friðrik. Hann segir því engin rök fyrir því að nota þá prósentutölu við ákvörðun álagsins. Þá eru nýju reglurnar að sögn Friðriks brot á samningi á milli Íslands og Evrópusambandsins um bættan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir. Í kjölfar þess samnings var þáverandi álag afnumið þann 1. september 2007. „Þar sem þetta ákvæði beinist aðeins að fiski sem seldur er ísaður á markaði erlendis má einnig leiða að því líkum að hér sé verið að beita tæknilegum hindrunum til þess að draga úr þeim viðskiptum. Það stangast á við bókun 9 við EES samninginn um fríverslun með fisk og aðrar sjávarafurðir til aðildarríkja ESB." Friðrik segir ólíðandi fyrir útvegsmenn að standa frammi fyrir því aftur og aftur að settar séu reglur sem mismuni útgerðum. „Af hverju er til dæmis ekki fyrir löngu búið að leiðrétta slægingarstuðla, sem leiða til rangrar vigtunar og skráningar til aflamarks? Það óréttlæti hefur lengi viðgengist. "
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira