Viðskipti innlent

FME sektar Haga, Askar Capital, HS Orku og fleiri

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að sekta samtals ellefu félög fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Þeirra á meðal eru Hagar, Askar Capital, HS orka og SP-fjármögnun.

Í flestum tilvika er um að ræða að viðkomandi, sem útgefandi skráðra skuldabréfa, braut gegn lögunum með því að hafa skilað lista yfir fruminnherja mörgum mánuðum of seint til Fjármálaeftirlitsins. Jafnframt að hafa aldrei skilað lista yfir aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum.

Í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um skyldu útgefenda til að senda Fjármálaeftirlitinu, í því formi sem eftirlitið ákveður, upplýsingar um fruminnherja, tímabundna innherja og aðila fjárhagslega tengda innherjum. Endurskoðaðan lista yfir innherja skal senda Fjármálaeftirlitinu eigi sjaldnar en á sex mánaða fresti.

Sektarupphæðirnar eru frá 400.000 kr. og upp í 900.000 kr. Fyrir utan fyrrgreinda aðila voru það Félagsbústaðir, Opin Kerfi, Skipti hf., Jeratún, Sparisjóður Bolungarvíkur, Clearwater Finance Inc og Kögun sem hlutu sektirnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×