Innlent

Formlegar viðræður gætu hafist í febrúar

Formlegar viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu gætu hafist í febrúar á næsta ári samþykki Alþingi tillögu ríkisstjórnarinnar um að ganga til viðræðna. Utanríkisráðherra vill að fulltrúar allra stjórnmálahreyfinga og hagsmunaaðila komi að samningaferlinu.

Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að útlit væri fyrir að þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði samþykkt með 35 atkvæðum gegn 28, þótt það liggi auðvitað ekki fyrir fyrr en við atkvæðagreiðsluna sjálfa í vikunni. Utanríkisráðherra er sannfærður um að tillagan nái fram að ganga.

„Ég hef sjálfur reynt að leggja mig fram við það að sannfæra bæði meirihlutann og stjórnarandstöðuna um það að við munum vinna þetta í nánu í samráði við aðrar hreyfingar. Það er mín ósk að að stjórnarandstæðan, hvernig sem þetta fer á Alþingi, að hún hugsi um hag lands og þjóðar. Það er langbest að hún taki þátt í þessum leiðangri með sem bestum hætti."

Ef tillagan verður samþykkt verður umsókn Íslands kynnt á utanríkisráðherrafundi Evrópusambandsins í þessum mánuði og síðan yrði umsóknin lögð fyrir leiðtogafund sambandsins í desember.

Og síðan í febrúar gætu menn hafist handa við að skipuleggja samningaviðræðurnar sem eru gerðar á svokallaðri ríkjaráðstefnu. Þar eru við annars vegar og hins vegar fulltrúar frá öllum ríkum Evrópusambandsins. Febrúar gæti verið tíminn sem við myndum hefjast handa," segir ráðherrann.

Ísland hefur nú þegar innleitt 22 kafla af 35 í sáttmála Evrópusambandsins.

„En það eru mál sem standa út og gætu verið erfið og langdregin í samningum. Það er náttúrulega fyrst og fremst fiskurinn og síðan landbúnaður. Ef þú spyrð mig beint út hvenær þessu yrði lokið þá myndi ég kannski segja eftir tvö og hálft til þrjú ár," segir Össur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×