Flensubólusetning borgar sig 4. nóvember 2009 06:00 Bólusetning gegn svínaflensu Samkvæmt útreikningum Vísbendingar verður heildarkostnaður við svínaflensubóluefni hér 380 milljónir króna. Fréttablaðið/Vilhelm Beinn og óbeinn kostnaður af völdum svínaflensu gæti hér á landi numið 15 til 20 milljörðum samkvæmt útreikningum í síðasta hefti viðskipta- og efnahagsritsins Vísbendingar. „Nú er allt útlit fyrir að svínaflensan illræmda, H1N1 verði einhver dýrasti faraldur sem herjað hefur á heimsbyggðina undanfarin ár. Kostnaðurinn er af margvíslegum toga,“ segir í umfjöllun ritsins. Stærsti kostnaðarliðurinn er sagður vinnutap, en þar á eftir kemur sjúkrahúslega og svo bólusetning. „Loks er talið að nokkur dauðsföll muni fylgja þessum faraldri. Auk þessa beina kostnaðar reikna margir erlendir sérfræðingar með óbeinum kostnaði við flensuna vegna minni umsvifa í hagkerfinu, en samkvæmt mati þeirra er hann allt eins mikill og sá beini.“ Niðurstaða blaðsins er sú að beinn kostnaður Íslendinga geti numið um 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu. „Hér verður ekki fjölyrt um óbeina kostnaðinn en ef hann er milli 50 og 100 prósent af beina kostnaðinum verður heildarkostnaður við flensuna milli 15 og 20 milljarðar króna hér á landi,“ segir í umfjöllun blaðsins. Ritstjóri Vísbendingar er Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur. Í umfjöllun Vísbendingar er bent á að samkvæmt mati Alþjóðabankans gæti kostnaður numið á milli 0,7 og 4,8 prósenta af vergri landsframleiðslu. Útreikningar Vísbendingar benda hins vegar til þess að hér verði kostnaðurinn nær neðri mörkum. „Miklu skiptir auðvitað hver áhrif bólusetningar verða. Ef aðeins einn af sex sýkist í stað eins af þremur yrði kostnaðurinn ekki nema sex milljarðar króna í stað ellefu.“ Áréttað er að útreikningarnir sýni ljóslega hversu arðbært sé að bólusetja fólk. „Ef það hefði náðst að bólusetja alla fyrirfram hefði það skilað milli tíu og tuttugfaldri arðsemi af kostnaði við bóluefnið.“ - óká Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Beinn og óbeinn kostnaður af völdum svínaflensu gæti hér á landi numið 15 til 20 milljörðum samkvæmt útreikningum í síðasta hefti viðskipta- og efnahagsritsins Vísbendingar. „Nú er allt útlit fyrir að svínaflensan illræmda, H1N1 verði einhver dýrasti faraldur sem herjað hefur á heimsbyggðina undanfarin ár. Kostnaðurinn er af margvíslegum toga,“ segir í umfjöllun ritsins. Stærsti kostnaðarliðurinn er sagður vinnutap, en þar á eftir kemur sjúkrahúslega og svo bólusetning. „Loks er talið að nokkur dauðsföll muni fylgja þessum faraldri. Auk þessa beina kostnaðar reikna margir erlendir sérfræðingar með óbeinum kostnaði við flensuna vegna minni umsvifa í hagkerfinu, en samkvæmt mati þeirra er hann allt eins mikill og sá beini.“ Niðurstaða blaðsins er sú að beinn kostnaður Íslendinga geti numið um 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu. „Hér verður ekki fjölyrt um óbeina kostnaðinn en ef hann er milli 50 og 100 prósent af beina kostnaðinum verður heildarkostnaður við flensuna milli 15 og 20 milljarðar króna hér á landi,“ segir í umfjöllun blaðsins. Ritstjóri Vísbendingar er Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur. Í umfjöllun Vísbendingar er bent á að samkvæmt mati Alþjóðabankans gæti kostnaður numið á milli 0,7 og 4,8 prósenta af vergri landsframleiðslu. Útreikningar Vísbendingar benda hins vegar til þess að hér verði kostnaðurinn nær neðri mörkum. „Miklu skiptir auðvitað hver áhrif bólusetningar verða. Ef aðeins einn af sex sýkist í stað eins af þremur yrði kostnaðurinn ekki nema sex milljarðar króna í stað ellefu.“ Áréttað er að útreikningarnir sýni ljóslega hversu arðbært sé að bólusetja fólk. „Ef það hefði náðst að bólusetja alla fyrirfram hefði það skilað milli tíu og tuttugfaldri arðsemi af kostnaði við bóluefnið.“ - óká
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent