Viðskipti innlent

Fitch Ratings gefur íslenska bankakerfinu falleinkunn

Matsfyrirtækið Fitch Ratings gefur íslenska bankakerfinu falleinkunn eða BSI E. Er Ísland eina landið sem Fitch metur með þessa lágu einkunn. Næst fyrir ofan eru Írland og Belgía með einkunnina BSI D.

BSI stendur fyrir Banking System Indicator og samkvæmt tilkynningu frá Fitch hefur ekkert land í augnablikinu einkunnina BSI A. Þau þrjúi lönd sem komast næst því að hafa toppeinkunn eru Ástralía, Hong Kong og Kanada.

Dæmigerð einkunn fyrir nýmarkaðslönd eins og Ísland eru BSI C og BSI D.

Samkvæmt tilkynningu Fitch er of snemmt að segja til um hvort kerfisáhætta hjá bönkum heimsins sé að dala en hinsvegar eru teikn á lofti um að stöðuleiki sé að nást. Það sé þó töluverð undirliggjandi áhætta í þeim stöðugleika.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×