Erlent

Koltvísýringslosun hefur áhrif í meira en 1.000 ár

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Koltvísýringur sem bílar og verksmiðjur dæla út í andrúmsloftið í dag mun hafa áhrif á hitastig jarðar í meira en 1.000 ár. Þetta segja vísindamenn við bandarísku haf- og loftrannsóknarmiðstöðina.

Aukist styrkleiki koltvísýrings í andrúmsloftinu um 16 prósent nægir það til að orsaka allt að skaðlegan þurrk í Evrópu, Norður-Afríku og hluta Bandaríkjanna auk hækkunar sjávarborðs. Talsmaður miðstöðvarinnar segir að með hverjum deginum sem ekki verði ráðist í að snúa þróuninni við, verði ástandið varanlegra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×