Viðskipti innlent

Nýr framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Kaupþings.

Margrét Sveinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Nýja Kaupþings banka. Margrét útskrifaðist með cand. oecon gráðu frá Háskóla Íslands árið 1986 og lauk MBA námi frá Babson College í Boston árið 1990.

Margrét hefur starfað í fjármálageiranum frá árinu 1985, þar af í Íslandsbanka (síðar Glitni og Nýja Glitni) frá 1990, lengst af við eignastýringu. Síðastliðin tvö ár hefur Margrét unnið í Fjárstýringu Glitnis og sinnt samskiptum við erlendar fjármálastofnanir og tekið þátt í að byggja upp erlend bankasamskipti Nýja Glitnis. Þá hefur Margrét unnið mikið að fræðslu um fjármál fyrir almenning á undanförnum árum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×