Viðskipti innlent

Mishkin: Skýrslan var ekki heilbrigðisvottorð

Frederic Mishkin er prófessor í hagfræði við Columbia háskólann í New York. Þingmaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson var eitt sinn nemandi hans.
Frederic Mishkin er prófessor í hagfræði við Columbia háskólann í New York. Þingmaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson var eitt sinn nemandi hans.
„Við gengum út frá því að Ísland væri þróað ríki með öflugar stofnanir, en áttuðum okkur ekki á að þær höfðu ekki burði til að veita svona stóru bankakerfi aðhald," segir Frederic Mishkin, prófessor í hagfræði við Columbia háskólann í New York, Hann segir skýrslu frá árinu 2006 ekki hafa verið heilbrigðisvottorð fyrir íslenskt efnahagslíf.

Miskhin sagði líkurnar á fjárhagslegu hruni á Íslandi „sáralitlar" í skýrslu sem hann skrifaði ásamt Tryggva Þór Herbertssyni, núverandi þingmanni, fyrir Viðskiptaráð árið 2006. Miskhin sérhæfir sig í bankahagfræði en Tryggvi Þór var eitt sinn nemandi hans.

Hagfræðiprófessorinn segir í viðtali við í Morgunblaðinu í dag að skýrslan hafi ekki verið heilbrigðisvottorð fyrir íslenskt efnahagslíf. Einn mikilvægasti kafli skýrslunnar hafi fjallað um viðskiptahallann.

„Margir höfðu lýst áhyggjum af miklum halla á viðskiptum Íslendinga, en við sýndum fram á að það væri ekki helsta vandamálið og þar höfðum við rétt fyrir okkur. Vandinn fólst í örum vexti fjármála- og bankakerfisins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×