Að byggja betra samfélag Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar 25. september 2009 03:00 Þátttaka Vinstri grænna í ríkisstjórn er mörkuð af risavöxnum verkefnum endurreisnar Íslands. Verkefnin eru mörg og erfið og ýmsum þykir ekki nóg að gert. Mig langar að fagna allri málefnalegri gagnrýni á verk VG í ríkisstjórn, og öllum raunhæfum tillögum um hvernig við getum staðið okkur betur við að endurreisa Ísland í anda velferðar, sjálfbærni og jafnréttis. Það er hins vegar ómálefnalegt að halda því fram, eins og sumir gera, að það sé núverandi stjórnvöldum að kenna að hér sé erfitt efnahagsástand. Vinstri græn gagnrýndu stjórnvöld árum saman í aðdraganda hrunsins, en komu ekki nálægt þeim ákvörðunum sem leiddu til hrunsins. Það er staðreynd að hægrimenn stjórnuðu landinu og þar með ákvörðunum í efnahagslífinu, í átján ár fyrir hrunið. Þá töldu frjálshyggjumenn sig vera að sigla Titanic á sjó efnahagslífsins, og gerðu ekki ráð fyrir að það væri nein alvöru þörf fyrir björgunarbáta. Það gerir að sjálfsögðu björgunarstarfið núna erfiðara. Slys af þessari stærðargráðu verður aldrei sársaukalaust, sama hversu heitt við þráum að koma öllum heilum heim. Það sem léttir mína lund þó að ástandið sé erfitt eru áfangar eins og t.d. þegar grunnframfærsla námsmanna er hækkuð um 20%, þegar keppt er um leyfi til strandveiða, þegar vændiskaup – ein birtingarmynd kynferðisofbeldis – eru gerð ólögleg, þegar hafinn er undirbúningur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum og þegar ríkisstjórnin samþykkir að hefja gerð áætlunar um sjálfbærar samgöngur. Það má vera að VG standi sig ekki alltaf nógu vel. En stjórnmálaafl er ekki sjálfstýrð vél, heldur fólkið sem myndar aflið. Ef við viljum hafa áhrif á stefnu flokksins, þá verðum við að berjast fyrir þeim innan flokksins. Ekki gefast upp og setjast í sófann. Við breytum engu þannig. Við þurfum að taka slaginn, gagnrýna samflokksmenn okkar, benda á betri leiðir og bjóðast til að hjálpa þeim sem vilja byggja betra samfélag. Höfundur er formaður Ungra Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þátttaka Vinstri grænna í ríkisstjórn er mörkuð af risavöxnum verkefnum endurreisnar Íslands. Verkefnin eru mörg og erfið og ýmsum þykir ekki nóg að gert. Mig langar að fagna allri málefnalegri gagnrýni á verk VG í ríkisstjórn, og öllum raunhæfum tillögum um hvernig við getum staðið okkur betur við að endurreisa Ísland í anda velferðar, sjálfbærni og jafnréttis. Það er hins vegar ómálefnalegt að halda því fram, eins og sumir gera, að það sé núverandi stjórnvöldum að kenna að hér sé erfitt efnahagsástand. Vinstri græn gagnrýndu stjórnvöld árum saman í aðdraganda hrunsins, en komu ekki nálægt þeim ákvörðunum sem leiddu til hrunsins. Það er staðreynd að hægrimenn stjórnuðu landinu og þar með ákvörðunum í efnahagslífinu, í átján ár fyrir hrunið. Þá töldu frjálshyggjumenn sig vera að sigla Titanic á sjó efnahagslífsins, og gerðu ekki ráð fyrir að það væri nein alvöru þörf fyrir björgunarbáta. Það gerir að sjálfsögðu björgunarstarfið núna erfiðara. Slys af þessari stærðargráðu verður aldrei sársaukalaust, sama hversu heitt við þráum að koma öllum heilum heim. Það sem léttir mína lund þó að ástandið sé erfitt eru áfangar eins og t.d. þegar grunnframfærsla námsmanna er hækkuð um 20%, þegar keppt er um leyfi til strandveiða, þegar vændiskaup – ein birtingarmynd kynferðisofbeldis – eru gerð ólögleg, þegar hafinn er undirbúningur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum og þegar ríkisstjórnin samþykkir að hefja gerð áætlunar um sjálfbærar samgöngur. Það má vera að VG standi sig ekki alltaf nógu vel. En stjórnmálaafl er ekki sjálfstýrð vél, heldur fólkið sem myndar aflið. Ef við viljum hafa áhrif á stefnu flokksins, þá verðum við að berjast fyrir þeim innan flokksins. Ekki gefast upp og setjast í sófann. Við breytum engu þannig. Við þurfum að taka slaginn, gagnrýna samflokksmenn okkar, benda á betri leiðir og bjóðast til að hjálpa þeim sem vilja byggja betra samfélag. Höfundur er formaður Ungra Vinstri grænna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar