SEB mælir með krónukaupum á aflandsmarkaði 9. nóvember 2009 11:15 Greining SEB bankans í Svíþjóð mælir með því við fjárfesta að kaupa krónur á aflandsmarkaði því þær muni auka verðmæti sitt fram á mitt næsta ár. Jafnframt gerir greiningin ráð fyrir að gjaldeyrishöftunum verði aflétt fljótar en áður var talið gangi þessi spá um þróun krónunnar eftir. Í nýju áliti greiningarinnar segir að hún sér kauptækifæri í krónunni á núverandi aflandsgengi sem er í kringum 210 kr. fyrir evruna. Greining SEB spári því að aflandsgengið og skráð gengið hér innanlands muni mætast á næsta ári í 185 kr. fyrir evruna á fyrsta ársfjórðung. Og að gengið styrkist síðan áfram og verði komið í 160 kr. fyrir evruna á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Fram kemur að erlendar krónueignir seú nú taldar nema um 4 milljörðum dollara eða tæplega 500 milljörðum kr. Erfitt sé að sjá samkvæmt viðskiptum á aflandsmarkaðinum hve miklu af þeirri upphæð hafi verið breytt í langtímasjóði. „Hinsvegar benda samræður okkar við fjárfesta, sem læstir eru inni á markaðinum, að engin ótti sé til staðar. Margir þeirra hafi orðið fyrir miklu gengistapi og telji að krónan sé vanmetin," segir greiningin í áliti sínu. Það er því niðurstaða greiningarinnar að engin óttasleginn flótti erlendra fjárfesta sé framundan þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt frekar en nú er svo framarlega sem önnur efnahagsþróun á Íslandi verði á jákvæðu nótunum. Greiningin segir að næsta skref í afléttingu á gjaldeyrishöftunum verði að opna fyrir að erlendir fjárfestar í krónum komist úr lokuðum stöðum sínum. Það verði gert með því að færa „flöskuhálsinn" af gjaldeyrismarkaðinum og yfir á ríkisbréfamarkaðinn, það er fjárfestum verði óheimilt að selja öll ríkisbréf sín í einu. Þriðja og síðasta skrefið væri svo að afnema öll höft hvort sem um erlenda eða innlenda fjárfesta væri að ræða og koma á fyrra frelsi í gjaldeyrisviðskiptum. Greining SEB reiknar með að lokaskrefið verði tekið á seinnihluta næsta árs. Fyrir utan að mæla með kaupum á krónum á fyrrgreindu aflandsmarkaðsverði mælir greiningin einnig með kaupum á ríkisbréfaflokknum RIKB130517 á ávöxtunarkröfunni 7,10% og samhliða að menn kaupi í íbúðabréfaflokknum HFF 240215, sem er vísitölutengdur, til að verja sig gegn gengisáhættu. Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Greining SEB bankans í Svíþjóð mælir með því við fjárfesta að kaupa krónur á aflandsmarkaði því þær muni auka verðmæti sitt fram á mitt næsta ár. Jafnframt gerir greiningin ráð fyrir að gjaldeyrishöftunum verði aflétt fljótar en áður var talið gangi þessi spá um þróun krónunnar eftir. Í nýju áliti greiningarinnar segir að hún sér kauptækifæri í krónunni á núverandi aflandsgengi sem er í kringum 210 kr. fyrir evruna. Greining SEB spári því að aflandsgengið og skráð gengið hér innanlands muni mætast á næsta ári í 185 kr. fyrir evruna á fyrsta ársfjórðung. Og að gengið styrkist síðan áfram og verði komið í 160 kr. fyrir evruna á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Fram kemur að erlendar krónueignir seú nú taldar nema um 4 milljörðum dollara eða tæplega 500 milljörðum kr. Erfitt sé að sjá samkvæmt viðskiptum á aflandsmarkaðinum hve miklu af þeirri upphæð hafi verið breytt í langtímasjóði. „Hinsvegar benda samræður okkar við fjárfesta, sem læstir eru inni á markaðinum, að engin ótti sé til staðar. Margir þeirra hafi orðið fyrir miklu gengistapi og telji að krónan sé vanmetin," segir greiningin í áliti sínu. Það er því niðurstaða greiningarinnar að engin óttasleginn flótti erlendra fjárfesta sé framundan þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt frekar en nú er svo framarlega sem önnur efnahagsþróun á Íslandi verði á jákvæðu nótunum. Greiningin segir að næsta skref í afléttingu á gjaldeyrishöftunum verði að opna fyrir að erlendir fjárfestar í krónum komist úr lokuðum stöðum sínum. Það verði gert með því að færa „flöskuhálsinn" af gjaldeyrismarkaðinum og yfir á ríkisbréfamarkaðinn, það er fjárfestum verði óheimilt að selja öll ríkisbréf sín í einu. Þriðja og síðasta skrefið væri svo að afnema öll höft hvort sem um erlenda eða innlenda fjárfesta væri að ræða og koma á fyrra frelsi í gjaldeyrisviðskiptum. Greining SEB reiknar með að lokaskrefið verði tekið á seinnihluta næsta árs. Fyrir utan að mæla með kaupum á krónum á fyrrgreindu aflandsmarkaðsverði mælir greiningin einnig með kaupum á ríkisbréfaflokknum RIKB130517 á ávöxtunarkröfunni 7,10% og samhliða að menn kaupi í íbúðabréfaflokknum HFF 240215, sem er vísitölutengdur, til að verja sig gegn gengisáhættu.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent