Viðskipti innlent

Bankar eiga ekki að hugsa eins og Samkeppniseftirlitið

Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Bankasýslu ríkisins.
Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Bankasýslu ríkisins.
Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Bankasýslu ríkisins, segir það ekki vera verkefni banka að hugsa eins Samkeppniseftirlitið og ákveða hvort fyrirtækjum sé skipt upp eða ekki. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Að undaförnu hefur verið rætt um hvort ekki eigi að skipta upp fyrirtækjum eins og til að mynda Högum sem er í eigu og umsjón banka í eigu ríkisins. Hagar reka meðal annars verslanirnar Bónus og Hagkaup. Fyrirtækið er nú komið í eigu Arion banka, áður Kaupþings.

Þorsteinn segir að verkefni banka sé að hámarka verðmæti þeirra eigna sem þeir eiga að sjá um.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×