Erlent

Á annan tug létust í lestarslysi á Indlandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Skjámynd frá CNN.
Skjámynd frá CNN.

Allt að 15 eru látnir og 50 fastir inni í flaki járnbrautarlestar utan við bæinn Mathura suður af Nýju-Delhí á Indlandi eftir að hraðlest ók aftan á hana á fullri ferð en hin lestin var þá kyrrstæð að sögn lögreglu á staðnum. Þetta gerðist klukkan hálfsex í morgun að staðartíma eða á miðnætti að íslenskum tíma. Björgunarlið vinnur nú að því að skera sér leið inn í aftasta vagn lestarinnar sem ekið var aftan á og bjarga farþegum sem sitja þar fastir, sumir alvarlega slasaðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×