Opna spilavíti í kreppunni 6. september 2009 12:00 Ráðamenn í Kansasríki í Bandaríkjunum hafa ákveðið að fara ótroðnar slóðir í tekjuöflun í kreppunni. Ríkið ætlar að henda sér í spilavítisrekstur og setja tekjur af því í rekstur skóla og opinberrar þjónustu. Kansasbúar hafa löngum talist til íhaldsamari Bandaríkjamanna. Þar var áfengisbannið alræmda í gildi löngu eftir að það hafi verið afnumið víðasthvar annars staðar fyrir vestan. Kennsluefni í raunvísindum í ríkisskólum í Kansas hefur verið breytt fjórum sinnum á síðustu árum vegna deilna um hvort kenna eigi þróunarkenninguna. Í ríkinu eru einnig strangar reglur um fóstureyðingar. Það kemur því mörgum á óvart að Kansas ætli ekki að láta sér nægja að blessa fjárhættuspil og skattleggja ágóðan af því, heldur ætli fyrst ríkja fyrir vestan að fá einkafyrirtæki til að byggja og reka spilavíti þar og taka síðan góðan hluta af tekjum þeirra í opinberan rekstur. Ástæðan er sú að á síðustu mánuðum hefur alheimskreppan bitið nokkuð hart í ríkinu. Fjárframlög til grunn- og gagnfræðaskóla í ríkin hafa verið skorin niður töluvert og einnig dregið úr annarri opinberri þjónustu. Þetta er talið skjóta skökku við því stjórnarskrá Kansasríkis bannaði lengivel hvers kyns fjárhættuspil. Það hefur þó breyttst á síðustu rúmum tveimur áratugum. Fjögur spilavíti hafa verið byggð á verndarsvæðum Indjána í Kansas auk þess sem lottó hefur verið leyft, veðhlaupabrautir opnaðar og spilakassar verið settir upp. Stjórnvöld í ríkinu hafa hingað til getað treysta á tekjur vegna leyfa fyrir þessa starfsemi og skatta á hana hafi dugað til að ná endum saman. Svo er ekki lengur og því þessi leið valin. Fyrsta spilavítið er nú í byggingu í hinni þekktu kúrekaborg Dodge og fara um tuttugu og sjö prósent af ágóðanum þar til ríkisins. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Ráðamenn í Kansasríki í Bandaríkjunum hafa ákveðið að fara ótroðnar slóðir í tekjuöflun í kreppunni. Ríkið ætlar að henda sér í spilavítisrekstur og setja tekjur af því í rekstur skóla og opinberrar þjónustu. Kansasbúar hafa löngum talist til íhaldsamari Bandaríkjamanna. Þar var áfengisbannið alræmda í gildi löngu eftir að það hafi verið afnumið víðasthvar annars staðar fyrir vestan. Kennsluefni í raunvísindum í ríkisskólum í Kansas hefur verið breytt fjórum sinnum á síðustu árum vegna deilna um hvort kenna eigi þróunarkenninguna. Í ríkinu eru einnig strangar reglur um fóstureyðingar. Það kemur því mörgum á óvart að Kansas ætli ekki að láta sér nægja að blessa fjárhættuspil og skattleggja ágóðan af því, heldur ætli fyrst ríkja fyrir vestan að fá einkafyrirtæki til að byggja og reka spilavíti þar og taka síðan góðan hluta af tekjum þeirra í opinberan rekstur. Ástæðan er sú að á síðustu mánuðum hefur alheimskreppan bitið nokkuð hart í ríkinu. Fjárframlög til grunn- og gagnfræðaskóla í ríkin hafa verið skorin niður töluvert og einnig dregið úr annarri opinberri þjónustu. Þetta er talið skjóta skökku við því stjórnarskrá Kansasríkis bannaði lengivel hvers kyns fjárhættuspil. Það hefur þó breyttst á síðustu rúmum tveimur áratugum. Fjögur spilavíti hafa verið byggð á verndarsvæðum Indjána í Kansas auk þess sem lottó hefur verið leyft, veðhlaupabrautir opnaðar og spilakassar verið settir upp. Stjórnvöld í ríkinu hafa hingað til getað treysta á tekjur vegna leyfa fyrir þessa starfsemi og skatta á hana hafi dugað til að ná endum saman. Svo er ekki lengur og því þessi leið valin. Fyrsta spilavítið er nú í byggingu í hinni þekktu kúrekaborg Dodge og fara um tuttugu og sjö prósent af ágóðanum þar til ríkisins.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira