Enski boltinn

Keane að taka við Ipswich?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Roy Keane.
Roy Keane. Nordic Photos/Getty Images

Sky-fréttastofan sagðist í kvöld hafa heimildir fyrir því að Roy Keane verði ráðinn næsti knattspyrnustjóri Ipswich Town. Félagið rak Jim Magilton úr starfi fyrr í dag og er talið að Keane verði ráðinn á morgun.

Stjórnarformaður Ipswich staðfesti við Sky að viðræður við nýjan stjóra væru langt komnar en vildi ekki segja hver sá maður væri.

Keane sagði upp starfi sínu hjá Sunderland í desember síðastliðnum eftir að hafa verið knattspyrnustjóri félagsins í rúm tvö ár.

Undir hans stjórn fór Sunderland af botni 1. deildar í ensku úrvalsdeildina. Liðið endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Glenn Hoddle var fyrst talinn vera líklegastur í starfið en nú segir Sky að Keane verði ráðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×