Ragnar Snær til Grikklands - HK búið að missa heilt byrjunarlið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2009 12:45 Ragnar á góðri stundu með HK. HK heldur áfram að missa leikmenn úr handboltanum og nú síðast var það skyttan Ragnar Snær Njálsson sem ákvað að yfirgefa herbúðir félagsins. Hann hefur ákveðið að fara á vit ævintýranna til Grikklands. Ragnar mun semja við gríska liðið Thermaikos til eins árs. Um er að ræða eitt af sterkari liðum Grikklands. „Það hafa verið þreifingar hjá mér síðustu vikur með liðum í Noregi, Spáni og víðar. Ég ákvað svo á endanum að skella mér til Grikklands enda það dæmi afar spennandi," sagði Ragnar Snær sem hafnaði meðal annars norska liðinu Drammen. „Ég fer þarna á fullan atvinnumannasamning og get lifað af handboltanum. Það skemmir ekki fyrir að þetta lið er í fallegum strandbæ þar sem veðrið er alltaf gott. Svo eru þessi bestu lið í Grikklandi víst sterk. Ég lít á þetta sem gott tækifæri og skemmtilegt ævintýri. Ég meina, hver er ekki kominn með nóg af Icesave og krepputali" sagði Ragnar kátur en hann fer utan í byrjun næsta mánaðar. Það er ljóst að HK mætir mikið breytt til leiks á næstu leiktíð. Fyrir utan Ragnar þá hverfa einnig á braut þeir Sverre Jakobsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Einar Ingi Hrafnsson, Björn Ingi Friðþjófsson, Sigurgeir Árni Ægisson og Gunnar Steinn Jónsson. Ásbjörn Stefánsson, Már Þórarinsson, Hákon Bridde og Magnús Magnússon eru þess utan hættir. HK hefur þó fengið liðsstyrk á móti og þar ber hæst að Ólafur Víðír Ólafsson snýr aftur í HK frá Stjörnunni. Sverrir Hermannsson kemur úr Víkingi. Svo hefur Vilhelm Gauti Bergsveinsson rifið fram skóna að nýju en hann verður spilandi aðstoðarþjálfari. Lárus Helgi Ólafsson markvörður kemur frá ÍR og línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson kemur frá Akureyri. Einnig koma tveir ungir leikmenn til liðsins frá Selfossi en þeir heita Halldór Stefán Haraldsson og Bjarki Már Elísson. Olís-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
HK heldur áfram að missa leikmenn úr handboltanum og nú síðast var það skyttan Ragnar Snær Njálsson sem ákvað að yfirgefa herbúðir félagsins. Hann hefur ákveðið að fara á vit ævintýranna til Grikklands. Ragnar mun semja við gríska liðið Thermaikos til eins árs. Um er að ræða eitt af sterkari liðum Grikklands. „Það hafa verið þreifingar hjá mér síðustu vikur með liðum í Noregi, Spáni og víðar. Ég ákvað svo á endanum að skella mér til Grikklands enda það dæmi afar spennandi," sagði Ragnar Snær sem hafnaði meðal annars norska liðinu Drammen. „Ég fer þarna á fullan atvinnumannasamning og get lifað af handboltanum. Það skemmir ekki fyrir að þetta lið er í fallegum strandbæ þar sem veðrið er alltaf gott. Svo eru þessi bestu lið í Grikklandi víst sterk. Ég lít á þetta sem gott tækifæri og skemmtilegt ævintýri. Ég meina, hver er ekki kominn með nóg af Icesave og krepputali" sagði Ragnar kátur en hann fer utan í byrjun næsta mánaðar. Það er ljóst að HK mætir mikið breytt til leiks á næstu leiktíð. Fyrir utan Ragnar þá hverfa einnig á braut þeir Sverre Jakobsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Einar Ingi Hrafnsson, Björn Ingi Friðþjófsson, Sigurgeir Árni Ægisson og Gunnar Steinn Jónsson. Ásbjörn Stefánsson, Már Þórarinsson, Hákon Bridde og Magnús Magnússon eru þess utan hættir. HK hefur þó fengið liðsstyrk á móti og þar ber hæst að Ólafur Víðír Ólafsson snýr aftur í HK frá Stjörnunni. Sverrir Hermannsson kemur úr Víkingi. Svo hefur Vilhelm Gauti Bergsveinsson rifið fram skóna að nýju en hann verður spilandi aðstoðarþjálfari. Lárus Helgi Ólafsson markvörður kemur frá ÍR og línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson kemur frá Akureyri. Einnig koma tveir ungir leikmenn til liðsins frá Selfossi en þeir heita Halldór Stefán Haraldsson og Bjarki Már Elísson.
Olís-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira