Ólafur dæmir Formúlu 1 í Tyrklandi 4. júní 2009 07:19 Ólafur Guðmundsson er í sólinni í Istanbúl og dæmir Formúlu 1 mótið um helgina. Ólafur Guðmundsson verður einn þriggja dómara á Formúlu 1 mótinu í Istanbúl Í Tyrklandi um helgina. Hann verður á brautinni í dag að skoða aðstæður fyrir mótið sem Felipe Massa hefur unnið þrjú mót í röð. Ólafur dæmdi á fyrsta móti ársins eins og frægt varð, en þá sagði Lewis Hamilton ósatt í vitnaleiðslum eftir aksturs atvik í brautinni í Ástralíu og McLaren og Hamilton var refsað fyrir af mikilli hörku. Þurfti Ólafur að fljúga alla leið til Malasíu til að yfirheyra Hamilton á ný og liðsstjóra hans Dave Ryan, sem var svo rekinn frá McLaren vegna málsins. Þrír dómarar eru á hverju Formúlu 1 móti og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar einhver atvik koma upp. Þeir eru staðsettir í stjórnturni mótsins og vinna undir leiðsögn Charlie Whiting hjá FIA. Ólafur var einmitt á löngum fundi með honum í gærkvöldi ti að ræða stöðuna í Formúlu 1, en miklar hræringar eru í gangi þessa dagana. Rætt verður við Ólaf í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Felipe Massa hefur unnið mótið í Istanbúl síðustu þrjú ár og stefnir á sigur og veitir ekki af því Brawn og Jenson Button hafa unnið 5 mót af 6 á þessu ári. Button er með 16 stiga forskot á Rubens Barrichello í stigakeppni ökumanna. Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ólafur Guðmundsson verður einn þriggja dómara á Formúlu 1 mótinu í Istanbúl Í Tyrklandi um helgina. Hann verður á brautinni í dag að skoða aðstæður fyrir mótið sem Felipe Massa hefur unnið þrjú mót í röð. Ólafur dæmdi á fyrsta móti ársins eins og frægt varð, en þá sagði Lewis Hamilton ósatt í vitnaleiðslum eftir aksturs atvik í brautinni í Ástralíu og McLaren og Hamilton var refsað fyrir af mikilli hörku. Þurfti Ólafur að fljúga alla leið til Malasíu til að yfirheyra Hamilton á ný og liðsstjóra hans Dave Ryan, sem var svo rekinn frá McLaren vegna málsins. Þrír dómarar eru á hverju Formúlu 1 móti og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar einhver atvik koma upp. Þeir eru staðsettir í stjórnturni mótsins og vinna undir leiðsögn Charlie Whiting hjá FIA. Ólafur var einmitt á löngum fundi með honum í gærkvöldi ti að ræða stöðuna í Formúlu 1, en miklar hræringar eru í gangi þessa dagana. Rætt verður við Ólaf í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Felipe Massa hefur unnið mótið í Istanbúl síðustu þrjú ár og stefnir á sigur og veitir ekki af því Brawn og Jenson Button hafa unnið 5 mót af 6 á þessu ári. Button er með 16 stiga forskot á Rubens Barrichello í stigakeppni ökumanna.
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira