Erlent

Kom of seint í eigin jarðarför

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Ættingjum Brasilíumannsins Ademirs Jorge Goncalves brá í brún þegar hann mætti í sína eigin jarðarför - og það sprelllifandi. Fjölskyldan hafði talið sig bera kennsl á lík Goncalves eftir bílslys daginn áður en í Brasilíu er hefð fyrir því að jarða daginn eftir andlát. Sá sem lést í slysinu hafði hins vegar aðeins verið í svipuðum fötum en hinn rétti Goncalves sat á meðan að drykkju með félögum sínum. Honum bárust tíðindin svo til eyrna að morgni jarðarfarardagsins og beið hann ekki boðanna heldur skundaði út í kirkjugarð og mætti þar með beint í sína eigin jarðarför, meira að segja of seint.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×