Erlent

Bandaríkjamenn telja hnúfubak ekki í útrýmingarhættu

Óli Tynes skrifar
Hnúfubakur leikur sér.
Hnúfubakur leikur sér.

Bandaríska alríkisstjórnin er að íhuga að taka hnúfubak af lista yfir tegundir í útrýmingarhættu.

Associated Press fréttastofan segir að þetta sé vegna gagna sem sýni að stofnin hafi stöðúgt verið að stækka síðustu áratugina.

Ólíkegt er þó að þetta verði til þess að Bandaríkjastjórn samþykki veiðar á tegundinni.

Allir hvalastofnar hafa verið að stækka síðustu áratugina, meðan þeir hafa fengið frið fyrir hvalveiðimönnum.

Hvalfriðunarsinnar hafa breytt áherslum sínum í samræmi við það.

Nú vilja þeir ekki veiða hvali vegna þess að veiðiaðferðin sé ómannúðleg og dýrin kveljist mjög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×