Ljósleiðarinn fyrri hluti Birgir Rafn Þráinsson skrifar 8. október 2009 06:00 Gagnaveita Reykjavíkur var stofnuð í ársbyrjun 2007 sem fjarskiptafyrirtæki og starfar sem slíkt undir eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar. Gagnaveitan er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og því veitufyrirtæki í almannaeigu. Gagnaveitan tók yfir alla fjarskiptastarfsemi og tilsvarandi eignir Orkuveitunnar, þ.m.t. allt grunnnet ljósleiðaralagna sem lagt hefur verið frá árinu 1999. Í fyrstu var ljósleiðaranetið lagt til fyrirtækja og stofnana á höfuðborgarsvæðinu en árið 2004 var ákveðið að bjóða heimilum að njóta þeirra gæða sem í ljósleiðaranum felst. Ljósleiðaranetið er nú notað af þúsundum heimila og hundruðum fyrirtækja dag hvern.Ljósleiðaravæðing heimilaFyrir framsýni Reykjavíkurborgar var Orkuveitu Reykjavíkur falið það verkefni að leggja ljósleiðara til allra heimila höfuðborgarinnar og víðar á þjónustusvæði Orkuveitunnar. Með ljósleiðara inn í hvert heimili skapast gnægð bandvíddar með tilheyrandi lífsgæðum fyrir íbúa. Um ljósleiðarann skal rekið opið net aðgengilegt öllum þeim sem veitt geta þjónustu og þar með stuðlað að aukinni samkeppni í fjarskiptaþjónustu. Ljóst var strax í upphafi að framkvæmdir við uppbygginguna yrðu umfangsmiklar, verkefnið tæki nokkur ár og stofnkostnaður yrði talsverður. Langtíma ávinningur yrði þó enn meiri. Þróun erlendisNálgun Reykjavíkurborgar er ekkert einsdæmi. Þvert á móti hafa sveitarfélög víða um heim, ekki síst í nágrannalöndum okkar, áttað sig á að dreifikerfi fyrir háhraða gagnaflutninga eru jafn mikilvægir innviðir í nútíma samfélagi og veitur á borð við rafmagnsveitu, vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu. Þau hafa því sjálf, eða veitufyrirtæki í þeirra eigu, byggt upp og hafið rekstur á gagnaveitum. Mörg lönd, Norðurlönd þar á meðal, eru vel á veg komin með slíka uppbyggingu og hefur verkefni Gagnaveitunnar komið Íslandi á kortið sem framsýnum brautryðjanda nýrra tíma hvað gagnaflutninga varðar. Heildsala á samkeppnismarkaðiÞað sem fáir virðast vita er að Gagnaveitan gegnir mikilvægu heildsöluhlutverki fyrir fjarskipta- og gagnaflutningsmarkaðinn. Með heildsöluhlutverki sínu hefur Gagnaveitan haldið samkeppni á fyrirtækjamarkaði lifandi, enda er raunin sú að allir stærstu samkeppnisaðilar Símans, s.s. Vodafone, Nova og Tal, nýta ljósleiðarakerfi Gagnaveitunnar til að bjóða þjónustu sína, hvort heldur er um að ræða GSM, 3G, ADSL eða gagnaflutning til fyrirtækja. Í þessu ljósi er ekki skrítið þó að Síminn hafi horn í síðu Gagnaveitunnar. Fjarskiptamarkaðurinn er samkeppnismarkaður. Gagnaveitan er þó ekki í samkeppni um sölu á notendaþjónustu, heldur í uppbyggingu og rekstri á innviðum sem gera öðrum kleift að bjóða slíka þjónustu. Enginn annar aðili býður upp á eða hefur áform um að bjóða upp á ljósleiðaratengingar til tugþúsunda heimila á þjónustusvæði Gagnaveitunnar. Þjónustuaðilar sem veita þjónustu sína um netið keppa um hylli viðskiptavina á grundvelli þjónustu sinnar á meðan Gagnaveitan sér aðeins um uppbyggingu og rekstur netsins. Lengi vel töldu fjarskiptafyrirtæki nauðsynlegt að eiga sín eigin fjarskiptakerfi að öllu leyti, en það hefur nú breyst. Þau tengjast nú heimilum um samnýttan miðlægan netbúnað sem lágmarkar fjárfestingar þeirra og áhættu í búnaði og tæknilausnum. Með þessu auðveldar Gagnaveitan innkomu nýrra aðila og lágmarkar upphaflega fjárfestingu þeirra og aðrar aðgangshindranir. Hér er á ferðinni opið net fjarskipta sem stuðlar að aukinni og heilbrigðari samkeppni. Hvenær sér Síminn ljósið?Þrátt fyrir að Vodafone, Tal og Hringiðan sjái sér hag í að bjóða heimilum þjónustu sína um ljósleiðara Gagnaveitunnar kemst Síminn ekki að sömu niðurstöðu og leggur áfram áherslu á þjónustu um koparlínurnar. Heimili sem taka ljósleiðarann í notkun geta því ekki keypt þjónustu Símans og er það miður. Gagnaveitan myndi fagna þjónustu Símans á ljósleiðaranum. Ástæðuna segir forstjóri Símans, í grein í Morgunblaðinu 24. september sl., vera þá að útreikningar hans sýni að hagkvæmara sé að byggja á núverandi lausnum Símans og þeim framtíðarlausnum sem hann býr yfir. Hvernig getur það að fara í enn frekari fjárfestingar í ADSL-tækni um koparlínur sem duga í takmarkaðan tíma verið hagkvæmara en að leigja aðgang að framtíðarlausn? Staðreyndin er sú að kostnaður við að setja skammlífan búnað á úreltar koparlínur aftur og aftur er ekki lítill og getur orðið margfalt stofnverð ljósleiðarans þegar til lengri tíma er litið. Í sömu grein fullyrðir forstjóri Símans að „hinn almenni neytandi finnur í dag ekki mun á því hvers konar strengur tengir heimili hans við umheiminn". Hafi hinn almenni neytandi haft tækifæri til að tengjast Internetinu um ljósleiðara á sama tíma og horft er á sjónvarpið og mynd af myndleigunni, fullyrði ég að hann mun aldrei snúa til baka í ADSL. En hafi hann aldrei haft tækifæri til þess veit hann ekki hvers hann fer á mis, ekki fremur en sá sem aðeins hefur keyrt gamla malarvegi og aldrei kynnst hraðbrautum. Síminn vill viðhalda gömlu malarvegunum sem lengst og beita vegheflinum á þá annað slagið til að bæta aðeins mögulegan hámarkshraða. Síminn og Míla hafa engin áform um að leggja ljósleiðara í eldri hverfi og því myndu þau sitja uppi með koparlínur ef ekki væri fyrir ljósleiðara Gagnaveitunnar. Gagnrýni Símans á ljósleiðara Gagnaveitunnar snýst nefnilega ekki um eignarhald Gagnaveitunnar heldur fyrst og fremst um það að stöðva ljósleiðaravæðinguna til að viðhalda einokun þeirra á gamla grunnetinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Gagnaveita Reykjavíkur var stofnuð í ársbyrjun 2007 sem fjarskiptafyrirtæki og starfar sem slíkt undir eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar. Gagnaveitan er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og því veitufyrirtæki í almannaeigu. Gagnaveitan tók yfir alla fjarskiptastarfsemi og tilsvarandi eignir Orkuveitunnar, þ.m.t. allt grunnnet ljósleiðaralagna sem lagt hefur verið frá árinu 1999. Í fyrstu var ljósleiðaranetið lagt til fyrirtækja og stofnana á höfuðborgarsvæðinu en árið 2004 var ákveðið að bjóða heimilum að njóta þeirra gæða sem í ljósleiðaranum felst. Ljósleiðaranetið er nú notað af þúsundum heimila og hundruðum fyrirtækja dag hvern.Ljósleiðaravæðing heimilaFyrir framsýni Reykjavíkurborgar var Orkuveitu Reykjavíkur falið það verkefni að leggja ljósleiðara til allra heimila höfuðborgarinnar og víðar á þjónustusvæði Orkuveitunnar. Með ljósleiðara inn í hvert heimili skapast gnægð bandvíddar með tilheyrandi lífsgæðum fyrir íbúa. Um ljósleiðarann skal rekið opið net aðgengilegt öllum þeim sem veitt geta þjónustu og þar með stuðlað að aukinni samkeppni í fjarskiptaþjónustu. Ljóst var strax í upphafi að framkvæmdir við uppbygginguna yrðu umfangsmiklar, verkefnið tæki nokkur ár og stofnkostnaður yrði talsverður. Langtíma ávinningur yrði þó enn meiri. Þróun erlendisNálgun Reykjavíkurborgar er ekkert einsdæmi. Þvert á móti hafa sveitarfélög víða um heim, ekki síst í nágrannalöndum okkar, áttað sig á að dreifikerfi fyrir háhraða gagnaflutninga eru jafn mikilvægir innviðir í nútíma samfélagi og veitur á borð við rafmagnsveitu, vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu. Þau hafa því sjálf, eða veitufyrirtæki í þeirra eigu, byggt upp og hafið rekstur á gagnaveitum. Mörg lönd, Norðurlönd þar á meðal, eru vel á veg komin með slíka uppbyggingu og hefur verkefni Gagnaveitunnar komið Íslandi á kortið sem framsýnum brautryðjanda nýrra tíma hvað gagnaflutninga varðar. Heildsala á samkeppnismarkaðiÞað sem fáir virðast vita er að Gagnaveitan gegnir mikilvægu heildsöluhlutverki fyrir fjarskipta- og gagnaflutningsmarkaðinn. Með heildsöluhlutverki sínu hefur Gagnaveitan haldið samkeppni á fyrirtækjamarkaði lifandi, enda er raunin sú að allir stærstu samkeppnisaðilar Símans, s.s. Vodafone, Nova og Tal, nýta ljósleiðarakerfi Gagnaveitunnar til að bjóða þjónustu sína, hvort heldur er um að ræða GSM, 3G, ADSL eða gagnaflutning til fyrirtækja. Í þessu ljósi er ekki skrítið þó að Síminn hafi horn í síðu Gagnaveitunnar. Fjarskiptamarkaðurinn er samkeppnismarkaður. Gagnaveitan er þó ekki í samkeppni um sölu á notendaþjónustu, heldur í uppbyggingu og rekstri á innviðum sem gera öðrum kleift að bjóða slíka þjónustu. Enginn annar aðili býður upp á eða hefur áform um að bjóða upp á ljósleiðaratengingar til tugþúsunda heimila á þjónustusvæði Gagnaveitunnar. Þjónustuaðilar sem veita þjónustu sína um netið keppa um hylli viðskiptavina á grundvelli þjónustu sinnar á meðan Gagnaveitan sér aðeins um uppbyggingu og rekstur netsins. Lengi vel töldu fjarskiptafyrirtæki nauðsynlegt að eiga sín eigin fjarskiptakerfi að öllu leyti, en það hefur nú breyst. Þau tengjast nú heimilum um samnýttan miðlægan netbúnað sem lágmarkar fjárfestingar þeirra og áhættu í búnaði og tæknilausnum. Með þessu auðveldar Gagnaveitan innkomu nýrra aðila og lágmarkar upphaflega fjárfestingu þeirra og aðrar aðgangshindranir. Hér er á ferðinni opið net fjarskipta sem stuðlar að aukinni og heilbrigðari samkeppni. Hvenær sér Síminn ljósið?Þrátt fyrir að Vodafone, Tal og Hringiðan sjái sér hag í að bjóða heimilum þjónustu sína um ljósleiðara Gagnaveitunnar kemst Síminn ekki að sömu niðurstöðu og leggur áfram áherslu á þjónustu um koparlínurnar. Heimili sem taka ljósleiðarann í notkun geta því ekki keypt þjónustu Símans og er það miður. Gagnaveitan myndi fagna þjónustu Símans á ljósleiðaranum. Ástæðuna segir forstjóri Símans, í grein í Morgunblaðinu 24. september sl., vera þá að útreikningar hans sýni að hagkvæmara sé að byggja á núverandi lausnum Símans og þeim framtíðarlausnum sem hann býr yfir. Hvernig getur það að fara í enn frekari fjárfestingar í ADSL-tækni um koparlínur sem duga í takmarkaðan tíma verið hagkvæmara en að leigja aðgang að framtíðarlausn? Staðreyndin er sú að kostnaður við að setja skammlífan búnað á úreltar koparlínur aftur og aftur er ekki lítill og getur orðið margfalt stofnverð ljósleiðarans þegar til lengri tíma er litið. Í sömu grein fullyrðir forstjóri Símans að „hinn almenni neytandi finnur í dag ekki mun á því hvers konar strengur tengir heimili hans við umheiminn". Hafi hinn almenni neytandi haft tækifæri til að tengjast Internetinu um ljósleiðara á sama tíma og horft er á sjónvarpið og mynd af myndleigunni, fullyrði ég að hann mun aldrei snúa til baka í ADSL. En hafi hann aldrei haft tækifæri til þess veit hann ekki hvers hann fer á mis, ekki fremur en sá sem aðeins hefur keyrt gamla malarvegi og aldrei kynnst hraðbrautum. Síminn vill viðhalda gömlu malarvegunum sem lengst og beita vegheflinum á þá annað slagið til að bæta aðeins mögulegan hámarkshraða. Síminn og Míla hafa engin áform um að leggja ljósleiðara í eldri hverfi og því myndu þau sitja uppi með koparlínur ef ekki væri fyrir ljósleiðara Gagnaveitunnar. Gagnrýni Símans á ljósleiðara Gagnaveitunnar snýst nefnilega ekki um eignarhald Gagnaveitunnar heldur fyrst og fremst um það að stöðva ljósleiðaravæðinguna til að viðhalda einokun þeirra á gamla grunnetinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar