Viðskipti innlent

Frekari lækkun vaxta nauðsyn

Finnur Oddsson
Finnur Oddsson

„Stýrivaxtalækkun Seðlabankans er mjög jákvætt skref og gefur góð fyrirheit um það sem koma skal,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Hann bætir við að lækkun vaxta nú komi skemmtilega á óvart þar sem gengi krónunnar hafi ekki styrkst frá síðustu vaxtaákvörðun og verðbólga lækkað minna en væntingar voru um.

„Það er nauðsynlegt fyrir atvinnulífið hér að vextir lækki enn meira þar sem himinhár fjármagnskostnaður er að sliga mörg fyrirtæki í dag auk þess sem hátt vaxtastig dregur úr fjárfestingu í atvinnulífinu,“ segir Finnur. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×