Enski boltinn

Lauren og fleiri farnir frá Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Noe Pamarot, fyrir miðju, fagnar marki í leik með Portsmouth.
Noe Pamarot, fyrir miðju, fagnar marki í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images
Portsmouth hefur tilkynnt að samningar verða ekki endurnýjaðir við fimm leikmenn og því eru þeir á förum frá félaginu.

Þetta eru þeir Noe Pamarot, Lauren, Djimi Traore, Glen Little og Jerome Thomas en samningar þeirra við félagið runnu út í gær.

Sóknarmaðurinn Kanu á þó enn í viðræðum við félagið um nýjan samning og þá mun koma til greina að framlengja samning Sol Campbell um eitt ár.

Búist er við því að yfirtaka Sulaiman Al Fahim gangi í gegn á næstu dögum en enn á eftir að ganga frá ráðningu knattspyrnustjóra fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×