Ólíkar leiðir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 31. desember 2009 06:00 Undarlegt er hversu margir virðast ekki skilja mikilvægi þess að eyða minna en þeir afla. Fyrir hrun átti þetta t.d. við um alla helstu banka og fjárfestingafélög landsins en þeir sem að þeim stóðu höfðu lítinn áhuga á að halda kostnaði innan skynsamlegra marka. Þeir trúðu að hægt væri að auka tekjur endalaust og því skipti kostnaðurinn ekki máli. Þetta reyndist rangt og því fór sem fór. Ríkisstjórn Íslands hefur að nokkru leyti tileinkað sér þetta viðhorf. Allt þetta ár hefur legið fyrir að mikill halli verður á rekstri ríkissjóðs. Líkt og bankarnir fyrir hrun treystir ríkisstjórnin á að tekjur vaxi en lætur útgjaldahliðina afskiptalitla. Þegar haft er í huga að tekjur ríkisins fást með sköttum frá einstaklingum og fyrirtækjum, og að geta þeirra til að greiða hærri skatta hefur snarminnkað, er nánast útilokað að slík lausn gangi upp. Reykjavíkurborg horfir fram á sams konar verkefni. Tekjur borgarinnar fást með sköttum á laun og fasteignir Reykvíkinga. Báðir þessir liðir dragast nú saman og því munu tekjur borgarinnar minnka á næstu misserum. Leið ríkisstjórnarinnar, heimfærð á borgina, fælist í því að hækka útsvar og fasteignaskatta. Vinstri græn í borgarstjórn hafa nú þegar lagt þetta til. Þetta finnst okkur, sem stjórnum borginni, ófær leið á sama hátt og hún reyndist ófær hinum föllnu bönkum og mun reynast ófær í ríkisrekstrinum. Að þessu sögðu verður borgin að reyna allt hvað hún getur til að minnka útgjöld. Þetta höfum við sjálfstæðismenn gert á kjörtímabilinu samhliða því að forgangsraða verkefnum. Við höfum einsett okkur að verja þjónustu sem snýr að velferðarmálum og börnum í borginni og horfum þá m.a. til reynslu Finna sem sýnir að langtímaáhrif kreppu felast oft í því hvernig börnum reiðir af löngu eftir að samdráttarskeiði lýkur. Velferðar- og skólamál taka til sín 60 prósent af tekjum borgarinnar og því er ljóst að þetta er verkefni sem krefst útsjónarsemi og áræðni. Krafa borgarbúa hlýtur þó að vera sú að þetta takist án skattahækkana. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Undarlegt er hversu margir virðast ekki skilja mikilvægi þess að eyða minna en þeir afla. Fyrir hrun átti þetta t.d. við um alla helstu banka og fjárfestingafélög landsins en þeir sem að þeim stóðu höfðu lítinn áhuga á að halda kostnaði innan skynsamlegra marka. Þeir trúðu að hægt væri að auka tekjur endalaust og því skipti kostnaðurinn ekki máli. Þetta reyndist rangt og því fór sem fór. Ríkisstjórn Íslands hefur að nokkru leyti tileinkað sér þetta viðhorf. Allt þetta ár hefur legið fyrir að mikill halli verður á rekstri ríkissjóðs. Líkt og bankarnir fyrir hrun treystir ríkisstjórnin á að tekjur vaxi en lætur útgjaldahliðina afskiptalitla. Þegar haft er í huga að tekjur ríkisins fást með sköttum frá einstaklingum og fyrirtækjum, og að geta þeirra til að greiða hærri skatta hefur snarminnkað, er nánast útilokað að slík lausn gangi upp. Reykjavíkurborg horfir fram á sams konar verkefni. Tekjur borgarinnar fást með sköttum á laun og fasteignir Reykvíkinga. Báðir þessir liðir dragast nú saman og því munu tekjur borgarinnar minnka á næstu misserum. Leið ríkisstjórnarinnar, heimfærð á borgina, fælist í því að hækka útsvar og fasteignaskatta. Vinstri græn í borgarstjórn hafa nú þegar lagt þetta til. Þetta finnst okkur, sem stjórnum borginni, ófær leið á sama hátt og hún reyndist ófær hinum föllnu bönkum og mun reynast ófær í ríkisrekstrinum. Að þessu sögðu verður borgin að reyna allt hvað hún getur til að minnka útgjöld. Þetta höfum við sjálfstæðismenn gert á kjörtímabilinu samhliða því að forgangsraða verkefnum. Við höfum einsett okkur að verja þjónustu sem snýr að velferðarmálum og börnum í borginni og horfum þá m.a. til reynslu Finna sem sýnir að langtímaáhrif kreppu felast oft í því hvernig börnum reiðir af löngu eftir að samdráttarskeiði lýkur. Velferðar- og skólamál taka til sín 60 prósent af tekjum borgarinnar og því er ljóst að þetta er verkefni sem krefst útsjónarsemi og áræðni. Krafa borgarbúa hlýtur þó að vera sú að þetta takist án skattahækkana. Höfundur er borgarfulltrúi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun