Viðskipti innlent

Formaður skilanefndar Landsbankans báðu megin við borðið

Ingimar Karl Helgason skrifar
Lárentínus er beggja megin við borðið. Mynd/ Pjetur.
Lárentínus er beggja megin við borðið. Mynd/ Pjetur.
Exista þarf að greiða Lögfræðistofu Reykjavíkur 250 milljónir króna vegna innheimtu lögfræðistofunnar á tug milljarða króna láni sem skilanefnd Landsbankans hefur gjaldfellt á félagið. Formaður skilanefndar Landsbankans, sem sendi skuldina í innheimtu til lögfræðistofunnar, er einn af eigendum hennar.

DV segir frá þessu í dag. Skilanefnd Landsbankans ákvað fyrir skömmu að gjaldfella 150 milljóna evra lán, 27 milljarða króna, sem er í vanskilum af hálfu Exista. DV segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að skilanefnd Landsbankans hafi falið Lögfræðistofu Reykjavíkur að annast innheimtu 27 milljarða króna lánsins. Meðal eigenda lögfræðistofunnar er Lárentsínus Kristjánsson, sem jafnframt er formaður skilanefndarinnar.

Þá segist DV hafa heimildir fyrir því að lögfræðistofan krefjist 250 milljóna króna þóknunar fyrir innheimtuaðgerðirnar. Reikningurinn vegna innheimtunnar á að hafa borist forsvarsmönnum Exista nú þegar.

Lögfræðistofa Reykjavíkur hefur samkvæmt vefsíðu stofunnar víðtæka og langa reynslu við innheimtu vanskilakrafna.

Sigurður Nordal, upplýsingafulltrúi Exista, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×