Viðskipti innlent

Sérstakur saksóknari hefur fengið fimm mál frá FME

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari bankahrunsins.
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari bankahrunsins.

Fjámálaeftirlitið hefur vísað samtals fimm málum til frekari rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, eitt þeirra tengistt lífeyrissjóðum sem eru í rekstri og eignastýringu Landsbankans. Fréttastofa sendi FME fyrirspurn í framhaldi af því að eftirlitið og sérstakur saksóknari hafa gert með sér samkomulag um verklagsreglur sín í millum en vangaveltur hafa verið um hvort bankaleynd sem FME telur á skýrslum sínum sé aflétt að hluta með fyrrgreindu samkomulagi.

Í svari FME, sem Vísir sagði frá fyrr í dag, kom fram að eftirlitið hefur þegar sent embætti sérstaks saksóknara fjögur mál ásamt öllum þeim gögnum sem hefur veirð aflað í tengslum við þau, þar á meðal viðeigandi kafla úr skýrslunum.

Síðar í dag kom síðan tilkynning frá Landsbankanum um að mál fimm lífeyrissjóða hefðu verið send sérstökum saksóknara vegna meintra brota á fyrri hluta árs 2008.

Mál lífeyrissjóðanna fimm er flokkað sem eitt mál og því er samtals um fimm mál að ræða.

Á Vísi fyrr í kvöld var því haldið fram að um átta mál væri að ræða. Málin eru hinsvegar ekki nema fimm og leiðréttist það hér með.


Tengdar fréttir

FME vísar málum fimm lífeyrissjóða til saksóknara

Fjármálaeftirlitið hefur vísað málum fimm lífeyrissjóða sem eru í rekstri og eignastýringu Landsbankans til frekari rannsóknar sérstaks saksóknara sem í dag hóf opinbera rannsókn á meintum brotum þeirra á fyrri hluta árs 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×