Viðskipti innlent

Erlendum gestum um Leifsstöð fækkaði um 13,5%

Alls fóru 24.376 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð í nýliðnum nóvembermánuði eða um 13,5% færri gestir en í nóvember árinu áður. Fækkunin nemur 3.300 gestum.

Þetta kemur fram á vefsíðu Ferðamálastofu. Þar segir að svipaður fjöldi kemur frá Bretlandi og löndum Mið- og Suður Evrópu, fjölgun er frá N-Ameríku en fækkun frá Norðurlöndunum og fjarmörkuðum og öðrum löndum Evrópu en þeim sem talningar Ferðamálastofu ná yfir.

Ferðum Íslendinga fjölgar hins vegar nokkuð eða um 15,5% frá því í nóvember á síðasta ári. Í nóvember nýliðnum fór 19.521 Íslendingur utan en á árinu 2008 fóru 16.899 utan. Það sem af er árinu hefur orðið 39% fækkun í ferðum Íslendinga utan í samanburði við sama tímabil á árinu 2008.

Alls hafa 450.650 erlendir gestir farið frá landinu það sem af er árinu samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða 3.600 færri en á sama tímabili í fyrra. Fækkunin er þó innan við 1% milli ára.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×