Viðskipti innlent

Fyrrum Kaupþingsmaður stofnar ráðgjafafyrirtæki

Bjarki H. Diego fyrrum yfirmaður fyrirtækjasviðs hjá Kaupþingi hefur stofnað félagið Licito ehf. sem er ætlað að veita ráðgjöf og upplýsingagjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Bjarka var sagt upp störfum hjá Kaupþingi rétt fyrir áramót.

Stofnandi félagsins er eiginkona Bjarka en hann er titlaður framkvæmdarstjóri og hefur prófkúruumboð samkvæmt hlutafélgaskrá.

Líkt og fyrr segir er tilgangur félagsins að veita ráðgjöf og upplýsingagjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þar með talið kennslu, lögfræði- og rekstrarráðgjöf, kaup, sölu, rekstur, eignarhald og leigur fasteigna og hvers kyns lausafjár, eignarhald, kaup og viðskipti með hlutabréf, hluti í félögum, önnur verðbréf, fjármálagerningar og hvers kyns önnur fjárhagsleg verðmæti, lánastarfsemi og skyldur rekstur.

Hlutafé félagsins er 500.000 krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×